Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 46

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 46
4Ó N^JAR KVÖLDVÖKUR. sAuðvitað,* sagði Steele vinalega, »en Man- son var fyrirrennari minn, og hefir sennilega í byrjun haft við sömu örðugleika að stríða og jeg. Jeg ætlaði þess vegna að spyrja hann ráða.« »Hver gegnir störfum yðar, meðan þjer eruð í burtu?« »Rað getur Johnson gert.« »Haldið þjer, að hann geti það ?« »Rað er jeg í engum efa um.« • Qetið þjer þá sagt mjer, hvers vegna hr. Rockerveit setti yður i stöðu Mansons, fyrst Johnson gat gengt henni?« »Spyrjið heldur Roeknrvelt eftir því,« ansaði Steele, sem nú var tekið að fjúka í. »Rað mun jeg einnig gera, ef þjer farið úr embætti yðar. Annaðhvort eruð þjer nauð- synlegur maður hjer eða ekk'. Ef þjer eruð farinn að sjá, að þjei eigi eruð fær um að gegna störfum yðar, þá segið af yður. Mjer finst það rjettast.« »Jeg get hæglega unnið störf mín, en jafnvei bestu menn þarfnast ráða við og við, og jeg ætla mjer að fá ráðin hjá Philip Manson.* »Menn, sem kunna skii á verkum sínum, leita hvorki nje fara eftir annara manna ráðum. Ef þjer farið til New York, er það móti viija mínum, og mun jeg þá skoða það sem þjer ætlið að segja af yður, og hegða mjer eftir því. Annaðhvort er jeg forseti eða ekki.« Pessi síðustu orð voru eftirlætis-slagorð Blairs, og hann hafði oft notað þau við Man- son, sem fyliilega hafði gefið honum í skyn, að hann væri alis ekki sá einvaldur, sem hann vildi iáta menn halda að hann væri. Steele gengdi þessu engu, en gekk út af skrifstofunni. Hann vissi ekki, að nú var hann kominn að þeim áfanga i deilunni, að ákveðið svar hefði leitt hann með sigri af hólmi, nje heldur hversu eyðileggjandi ósigur hans var. Pað er eitt af því lakasfa, sem menn gera, að flýja af hólmi fyrir lyddum. Steele gekk inn á skrifstofu sína, en ánægju- legt bros breiddi s’g yfir andlit feita mannsins, sem borið hafði sigur úr bítum. Viku síðar kom önnur rimma; beið Steele, að því er virt- ist, einnig ósigur í henni, ■ en hún varð þó til þess, að lífsstefna hans tók mestu breytingum. Deildarstjórinn kom inn á skrifstofu forstjór- ans með símskeyti í hendi. Blair sá, að hann var í geðshræringu og náfölur í andliti. »Hr. Blair. Jeg er nýbúinn að fá skeyti um, að frændi minn liggji fyrir dauðanum. Mig langar til að sjá hann og ætla að fara af stað í kvöld. Hann á heima nyrst í Michigan. Jeg ætla að láta yður vita, að jeg verð fjar- verandi nokkra daga.« Blair horfði á hann méð ástúðlegu brosi. »Miklu umsvifaminna væri, hr. Steele, að þjer skrifuðuð PhiIip'Manson og bæðuð hann um, að koma hingað. Pjer eruð meðlimur í skemti- fjelagi, er mjer sagt, svo að þið gætuð haldið ráðstefnuna þar, ef þjer vilduð eigi fremur hafa hana hjer á skrifstofunni.« »Jeg skil yður ekki, hr. B!air.« »Pað gerið þjer vissulega. Sögur um deyj- andi frændur eða jarðarfarir skyldmenna, hafa verið reyndar við mig fyr. Jeg þekki slíkar bænir, hr. Steele, en hjelt, að þjer væruð frum- legri en svo, að nota slíkt.« »HaIdið þjer, að jeg sje að Ijúga að yður?« spurði Steele reiður og gekk feti nær. »Við köllum ekki slíkt að Ijúga, við nefnum það bragðvísi eða reyndar hverju nafni, sem yður sýnist. Fyrir viku báðuð þjer um farar- leyfi til að spyrja Manson ráða, og jeg neit- aði því. Nú komið þjer með sögu um deyj- andi ættingja. Jeg er neyddur til að trúa yður, enda þótt jeg Ijeti áðan falla orð í aðra átt, sem þjer ekki vilduð viðurkenna; fyrir því skulum við tala nm upprunalegu orsökina. Fiændi yðar er dauðveikur, og tekur mig sárt að heyra það. En það er engin efi á því, að á þessari stundu berst fjöldi bestu manna við dauðann, en alt um það verða Iestir Midlands- brautarinnar að halda áfram dag og nótt, og það jafnvel þótt hr. Rockérvelt eða jeg sjálfur dæum drottni okkar. Ekkert hjól í lestunum mundi stöðvast af þeim ásfæðum, þess vegna verð jeg, um leið og jeg. votta yður innilegustu hluttekningu mína, að neita yður um .leyfi til

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.