Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Qupperneq 48

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Qupperneq 48
42 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ið svo ákaft gigtarflog, að hann gat eigi staðið á fætur. Hann ragnaði og skammaðiat að vísu fullum fetum, en gat annars enga björg sjer veilt. Konan hljóp eftir hjálp, svo að honum var lyft á fætur og borinn í rúmið og þar lá hann, þegar læknirinn kom og skoðaði hann, enda þólt Dugald mótmælti þvi harðlega og segði, að hann gæti ekki greitt grænan eyri fyrir skoðunina; var slíkt óþarfi, því að hann mundi ekki hafa borgað neitt, þótt hann hefði getað. Læknirinn gerði samt sem áður alf, sem hann gat og sagði konunni, að gamli maður- inn væri að bana kominn. Jafnframt sagði hann sjúklingnum, að ef hann ætti ættingja, sem hann vildi sjá, þá gerði hann rjettast í, að senda þeim boð og bauðst hann að skrifa, ef hann fengi heimilisfangið. Alla æfi hafði Dugald haft rófgróna vantrú á læknum og ráð- um þeirra, en sennilega hefir honum fundist, að læknirinn hefði á rjettu að standa, því er hann hafði legið lengi þegjandi, hvíslaði hann hásri rödd, að sig langaði til að bróðursonur sinn fengi að v ta, að hann væri veikur, og gaf upp heimilisfangið: John St:ele, Hitchens Siding, »en,« bælti hann við, og fjekk þá ágirndin aftur yfirhöndina — »segið honum, að hann þurfi ekki að koma, ne.na hann óski þess sjálfur.« Læknirinn sendi upp á eigin kostnað skeyti, og fjekk seint um kvöldið svár frá John Steele, sem þótti leitt, að geta ekki sem stæði komið til Stumpville, en bað þess að láta einskis ófreistað og sp3ra ekkert til þess, að gamla manninum gæti liðið sem best. Lauk skeytinu með því, að Steele kveðst hafa sent 100 dollara póstávísun til þess að standast með nauðsynleg útgjöld. Ungi maðurinn þekti föðurbróður sinn svo vel, að hann vissi, að ef hann sendi peningana beint til hans, mundi hann stinga þeim undir stól og nota ekkert af þeim sjer til heilsubótar. En hann þekti einnig þá gleði, sem frænda hans gre p, er hann fjekk peninga handa í milli, svo að hann lagði tvo flunkurnýja 10 dollara seðla í brjef það, er hann reit hor.um. »Elsku frændi minn,« skrifaði hann. »Mig hryggir það mikið, að þú ert veikur, en jeg vona jafnframt innilega, að það sje ekkert al- varlegt. Jeg mundi koma nú þegar ef jeg gæti, en jeg á því miður strangan húsbónda, sem neitar mjer jafnvel um tveggja daga fjarveru, en staða mín hje.r er svo góð, að jeg get ekki slept henni, en það yrði jeg að gera, ef jeg færi í leyfisleysi, en missi jeg stöðuna, missi jeg jafnftamt getuna að hjálpa þjer. Jeg sendi þjer hjer með 20 dollara, sem jeg bið þig að noía til þess, er þú hefir þörf fyrir. Útvegaðu þjer besta læknirinn á staðnum og hjúkrunar- konu. Jeg sendi þjer fljótlega meiri peninga og skyldi það ekki hrökkva, þá vísaðu skuld- heimtumönnum þínum á húsbónda minn, sem jeg vona að muni ábyrgjast, að jeg geti greitt þær'skuldir, er þú kynnir að stofna til. Jeg bið þig þess, að spara ekkert af því, er þú óskar eftir, eða læknirinn telur nauðsynlegt, að þú fáir, og láttu þjer ekki detta í hug, að mig skorti peninga, því að jeg á mörg hundruð dollara í banka og get, ef nauðsyn krefur, út- vegað meira fje. Láltu því ekki hugfallast, kæri frændi, ogreynduað verða aftur heilbrigður. Rinn elskandi bróðursonur.« Konan, sem sat við höfðalagið, las brjef þetta fyrir gamla manninum, en ekki vissi hún hvort hann tók eftir, því að hann hafði aftur augun. Alt í einu sá hún, að tár tóku að streyma niður hrukkóttar kinnar hans og hjelt hún, að hann hefði komist við, en fyrstu orðin, er hann mælti, virtust eigi benda í þá átt. »Fáðu mjer peningana,* hvíslaði hann hás- um rómi. Hún rjetti honum seðlana og langir, gulir fingur hans, sem voru eir.s og rándýrsklær, liðu yfir sljett, hált yfirborð þeirra; naut hann þess sýnilnga af mestu gleði. Næstu orð hans veittu konunni betri vonir: »Lestu brjefið aftur,« mælti hann. Og kon- an gerði það enda þótt hún væri reið yfir því, að kærleika væri spilt á svo óverðugan mann. Regar hún hafði lokið lestrinum, var stundar- löng þögn; loks spurði hún, hvort hún ætti að sækja annan læknir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.