Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 54

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 54
48 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. deildarstjóra, var að veita Carruthers gömlu stöðuna sína, og staðfesti jeg veit'ngu þessa. Jeg vil þess vegna ráðleggja hr. Johnson, að fá sjer mánaðar burtfararleyfi og geti hann út- vegað sjer aðra stöðu á þeim tíma, skal mjer vera sönn ánægja að mæla með honum, og þjer, hr. Blair, munduð sennilega ekki hafa neitt á móti því, að gera hið sama.c »Áreiðanlega ekki - — áreiðanlega ekki,« flýtti hr. Blair sjer að segja. »Ef þjer hafið eigi fengið neitt að gera við yðar hæfi eftir mánuð,« hjelt Steele áfram, »getið þjer komið til. mín, og skal jeg þá vita, hvað jeg get fyrir yður gert. Jeg ætla að breyta töluvert til með mannahald, sumir verða hækkaðir en aðrir lækkaðir, og nokkrir hlaupa upp fyrir fjelaga sfna. Rað verður enginn hægðarleikur, en eins og hr, Blair segir, þá er »stjórnsemin alt«, og jeg er staðráðinn í, að fara að óskum hans í því eíni.« »Gott, hr. Steele,« mælti forstjórinn um leið og hann með feginsamlegu andvarpi slóð á fætur, eins og alt hefði fallið honum í Ijúfa löð. »Jeg skal áðstoða yður við þetta nauð- synjaverk eftir frekustu gelu. Lítið inn td mín, ef þjer eigið eifitt, og Jajer e:gið hjálp mína vísa.« Með þessum orðum rjetti mikilmennið Steele hönd sfna, sem hann tók hlýtt í. Án þess að líta á veslings Johnson gekk T. Acton Blair hátignarlega út úr herberginu. Steele sneri sjer að skrifborði sínu. »Má jeg tala við yður örfá orð, hr. Steele,« »Já, þegar mánuðurinn er liðinn,* mælti Steele og leit ekki upp. VI. John Steele byrjaði nú á hluta æfi sinnar, sem bæði var skemtilegur og lærdómsríkur. Hin mö'gu gremjuefni, sem hann hafði áður haft í sambúðiuni við undirmenn sína, hurfu nú eins og dögg fyrir sólu, og samverkamenn hans voru nú eins duglegir og starfsamir menn eins frekast var ákos ð. Jafnvel hefði engin getað selt út á 'húsbónda hans. Óg Steele var alls ekki útásetningargjarn. T. Acton Blair virtist vera orðinn allur annar maður. Enginn gat verið þægilegari og greiðviknari en hann í umgengni. Hann lagði það jafnvel í vana sinn að kalla deildarstjórann »John«. Ráðstefn- ur þeirra fóru fram á vinalegan og ástúðlegan hátt, og Steele ávítaði margsinnis,sjálfan sig fyrir, er honum enn fanst kenna hins gamla vantraustsr á húsbóndanum. Einu sinni þegar Blair hafði farið til New York og verið lengur en venjulega að heiman, Ieiddu nokkrar fyrir- spurnir til þess, að hann fór að gruna, að Blair rægði hann við húsbændurna, en þegar hann kom heim, mátti hann næstum skamm- ast sín. Blair hafði að vísu talað um hann við stjórnina, en einungis lofsamlega, svo að laun hans hækkuðu um tíu dollara á viku, án þess að hann hefði beðið um það. Blair gaf þá skýringu, að brautirnar væru komnar í svo ágætt lag og hefðu sloppið svo vel við öll slys síðan hann tók við, að Rockervelt hafði stært sig af, að hafa enn á ný valið rjelta manninn. »Reyndar,« sagði Blair, »dettur tnjer í hug, að Rockervelt sagði mjet, að hann hefði heyrt um hinn óvænta arf yðar. Hann sptirði mig að því, hvernig þjer hefðuð ráðstafað fje yðar, en jeg vissi það ekki.« »Mikið af fjenu er í hlutabrjefum í járnbraut- um,« svaraði Steele. »Ó, það hefði hann haft gaman af að heyra. Er nokkuð af hlutabrjefum yðar í fjelögum hans?« Steele hló. »Nei, jeg held að jeg eigi ekki eitt einasta brjef af þeim, ekki einu sinni í Manatean Midland. Ef til vil! væri það ekki svo vitlaust, að breyta til um verðbrjef.« »Jeg veit það ekk!,« svaraði Blair. »Ef menn eru eigi leikntr í braski, tapa menn vanalega við þesskonar breytingar. Víxl- ararnir verða að fá sinn hlut, Jeg held samt sem áður, að Rockervelt þælti vænt um, ef þjer keyptuð hlufabrjef í Midland. Hann hvetur menn til þess, einkum þá starfsmenn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.