Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Side 55
49
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
sem gegna hærti stöðum, álítur hann, ef til vill
alveg rjettilega, að þeir ræki störf sín betur, ef
þeir eru sjálfir meðeigendur í fyrirtækjunum.
Jeg álít sjálfur, að það sje alveg rjelt, og nú
sem stendur eru allar brautir Rockervelts í svo
miklum blóma, að jeg get ekki bent á neitt,
sem jeg heldur vildi mæla með. Par sem jeg
er sjilfur hluthafi, megið þjer ekki láta mig
hafa nein áhrif á yður. F.n ef þjer kaupið
Midlands-hlutabrjef, bið jeg yður að láta mig
vita, svo að jeg geti svarað spurningum Rock-
ervelts, þegar jeg sje hann næst. Það mun
ekki spilla fyrir yður við Rockervelt og þjer
fáið engin tryggari hlutabrjef.*
Blöðin höfðu skrifað mikið um hamingju
Steele, að verða erfingi að svo álitlegri fjár-
upphæð. Pað, að arfurinn tæmdist honum
svona óvænt, gaf sögninni æflntýrablæ, og þó
að upphæðin væri margoft orðitl aukin, þá
gerði þessi orðrómur það að verkum, að hinn
ungi deildarstjóri varð hvarvetna boðinn og
velkominn. Honum var fagnað meðal betri
manna svo inndega, að það gladdi jafn eflir-
lætislausan mann og Steeie var. Óg þetta átti
hann einkum Blair að þakka. Tvisvar eða
þrisvar bauð Blair honum til miðdegisverðar,
og þar hitti hann marga ágæta menn.
Hann ieit nú B!a'r frá nýrri hlið, sem hann
áður eigi hafði þekt, og eigi haft hugmynd um.
Sem húsbóndi á einkaheimili var Blair hinn
ástúðlegasti maður, snyrtilega búinn og kurte's
sem Frakki. Heimili hans var sannnefnd höll,
og þegar Steele sá alla dýrðina þar í fyrsta
s'nn, gst hann varla trúað því, að óþektur
maður eins og hann var fyrir nokkrum árum,
með Ijelega stöðvarstjórastöðu á stöð út á sljett-
unum, hefði í raun og veru staðið upp í hár-
inu á og sigrað e<ganda alls þessa auðs.
Blair ól ekkert hatur í brjósti útaf ósigri
sínum, og Steele hjelt, að það væri með hann
eins og brennin'etluna, að hann væri háskaleg-
ur, þegar tekið væri of gætilega á honum.
Steeie var of hygginn til að sjá ekki, hvar aumi
bletturinn var á Blair, en hann var sá, að hann
ótiaðist eins og heitann e'dinn, að komast í
deilur við Rockervelt, og þessi þekking veitti
Steele trygging fyrir því, að staða hans væri
tryggari innan hins tröllaukna fjelags, en hann
í fyrstu hafði gert sjer vonir um. Hann leit
nú á Blair sem hóglífan mann, er ætíð kysi
þá leið, er ylli honum minstra óþæginda, og
sem reyndi að komast hjá öllu erfiði, sem var
viturlegt af manni eins og Blair, er átti svo
mikla gnótt af þessa heims gæðum, og þar
sem Steele jafnvel bar vinarhug í brjósti til
óvina sinna, hafði hann nú jafnvel þá fróun,
að líta framlíð sína sljetta og beina, eins og
brautarlínu í góðu lagi — brautin hrein og
engin hættumerki.
Morgun einn kom Blair inn á skrifstofu
deildarstjórans með mann, sem var svo líkur
honum, að ætla mætti, að það væri bróðir
hans.
»Hr. Steele,« mælti forstjórinn í sínum al-
úðarfylsta róm, »mig langar til að kynna yður
fyrir Beck óbersta, sem er ráðinn við fjelag
vort og heldur okkur öllum lausum úr fang-
elsi. Beck óbersti er lögfræðislegur ráðunaut-
ur hr. Rockerve'ts, og þekkir lögin svo vel, að
hann gerir hverjum þeim, sem kemst yfir pen
inga, faert að fara í kringum þau.
»B:ck óbersti, þetta er John Steele, yngsti
og jeg held duglegasti deildarstjórinn.«
Óberstinn hló hjartanlega, um leið og hann
tók í hendina á Steele.
»Hr. Biair gefur yður betri vitnisburð en
mjer,« mælti óberstinn og deplaði augunum.
»Sje eilthvað það í Rockervelts-kerfinu, sem er
gott, þá er það hin takmarkalausa virðing þess
fyrir lögunum, þar sem það er óberstinn, sem
býr þau flest til, er snerta járnbrautir.«
»Eigið þjer þá sæti á löggjafarþ'nginu ?«
spúrði Steele í sakleysi. Báðir ýstrupjakkarnir
hlógu og Beck óbersti svaraði:
»Nei, svo skuldbundinn ie j?g ekki. Ping-
maður í löggjafarþinginu hefir aðeins eitt atkv.
í trúnaði skaí jeg nú, fyrst Blair vinur minn
hefir la'tið orð falla í þá átt, segja yður, að
jeg ræð yfir mörgum atkvæðum meðal löggjaf-
anna, og ef til vill einnig meðal þjóðþingsins,
7