Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 57

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 57
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 51 En tilviljunin drap hann úr þeim dróma, sem vióskifti hans bundu hann í. Eldri bróðir hans, sem hafði verið jafn óheppinn í viðskift- um og Beck var heppmn, erfði hann á dánar- dægri að einkadóttur sinni. Ljet Beck ekkert til sparað, að hún fengi hið ágætasta uppeldi, er fá mátti fyrir peninga. Tók hann hana síðan heim í hús silt og gerði hana að ráðskonu sinni. Reyndist hún stöðu sinni svo ágætlega vax'n, að það var jöfnum höndum gestunum og honum til ánægju. Áhrifin af þessari nýju vináttu voru í einu bráð og viðvarandi. Öll hin góðu ráð, sem Philip Manson fyrrum hafði gefið honum við- víkjandi klæðaburði og snyrtimensku í fram- komu, höfðu aðeins haft augnabliksáhrif á hann, en nú varð Steele, án þess nokkur mintist á það við hann, hinn mesti sundurgerðarmaður í klæðaburði. Rakarar fengu hinn besta við- skiftamann, þar sem hann var, og skraddarar seldu honum ógrynni fata á stuttum tíma. Steele fann það nú alt í einu, að skyldur deildarstjóra voru mikið yfirgripsmeiri en hann hafði hugsað sjer. Hann varð að kynnast þeim lagafyrirmælum, er snertu störf hans, þess vegna tók hann að venja komur sínar heim til hins lögfræðislega ráðunauts fjelagsins, sem lagði sig í líma að kenna svo ástundunar- sömum lærisveini, Margoft kom það fyrir, að Beck óbersti var neyddur til að neita mönnum um áheyrn, vegna annríkis þess, er hann var í vegna hins stóra fjelags. Mundi margur ætla, að Steele hefði þykst yfir því, en því fór fjarrri. Pvert á móti gat hann naumast leynt gleði sinni yfir þessu, þ\í að þegar óberstinn var eigi heima, var það frænka hans, sem tók á móti honum. Roskin kona ein, sem átti að vera við, var sama og enginn, svo að því leyti mundi hver maður hafa litið svo á, sem hann væri í einrúmi. Hún sat ætíð úti í horni og las í nýútkominni bók, en Sadie var í ‘ninum enda herbergisins og Ijek þar lítil, tilfinningarík lög, svo að hægur vandi var að tala saman í hálfum hljóðum. Kvöld eitt, er Steele hafði snætt náttverð, gekk hann heim til Beck óbersta. Pegar hann kom inn í dagstofuna, sá hann að Sadie stóð við slaghörpuna og Ijet fingurna hlaupa eftir nótunum; leit næstum svo út, sem hún biði hans, en þó vissi Steele, að svo var ekki. Leik- húskápa hennar hjekk þar yfir stól og var Sadie búinn eins og hún ætlaði á dansleik eða mið- degisveislu. Steele mundi aldrei síðar, hvernig hún var klædd, nema það eitt, að honum fanst hún vera engill af himnum sendur. Hinar yndislegu axlir, mjallhvítur hálsinn og gylta hárið gerðu hana svo töfrandi í augum hans, að hann misti alt vald yfir sjálfum sjer. Hún sneri sjer við, þegar hann kom inn, og virtist í fyrstu undrandi, en brosti svo alúðlega og á þann hátt, að ekki varð misskilið. Steele var grannvaxinn og vel bygður, fóru kjólföt hon- um ágætlega, og þegar hann gekk yfir gólfið til hennar gat hin unga stúlka sjeð í augum hans, hvað innni fyrir bjó. »Sadie,« hrópaði hann um leið og hann tók um báðar hendur hennar, þótt hún rjetti að eins aðra fram, »ef að málari gæti sýnt á Ijer- efti, þótt ekki væri nema hundraðasta hluta fegurðar yðar í kvöld, mundi hann hafa unnið sjer óþrjótandi frægð.« Unga stúlkan hló. »Er það í raun og veru eins dásamlegt, og þjer segið ? Pá þykir mjer leitt að geta ekki veitt yður nema 15 mínútur til að skoða alla dýrðina, því að við frændi erum að fara í heimboð, en eins og aðrir menn, þá er hann seinn i svifum; var hann í þessum svifum að koma heim til að skÚta um föt.« »Fimtán mínútur! Mjer þykir vænt um. Fimtán mínútur með yður eru meira virði en eilífð með hvaða manni öðrum. Og það er alkunnugt, að sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna var undirskrifuð á tíu mínútum.« Unga stólkan hló aftur, um leið og hún feyndi að losa hendurnar. »Viljið þjer, að jeg undirskrifi sjálfstæðisyfir- lýsingu ?« spurði hún. »Já, yfirlýsingu um sjálfstæði gagnvart öllum í heiminum, nema mjer,« 7'
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.