Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Qupperneq 64

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Qupperneq 64
58 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. miðdegisverð fyr meir en viku síðan, og mig grunaði síst, að slíkur fellibylur ætti eftir að dynja yfir. Setjist þjer, Steele, hvað get jeg gert fyrir yður?« »Þjer getið Iánað mjer 21 þúsund do)lara.« Brosið hvarf af andliti óberstans og rauna- brosi brá fyrir á því. »Pjer teljið þá, að öll tryggingarupphæð yðar sje uppeydd.* »Já.« »Geta 21 þúsund frelsað yður?« »Pað vitið þjer betur en jeg, óbersti, þar sem þjer þekkið betur fyrirætlanir Rockervelts. Jeg býð yður til tryggingar þrefalda upphæð í hlutabrjefum í Northern Pacific.« Óberstinn hristi höfuðið. »Jeg mundi alls eigi krefjast neinnar trygg- ingar, hr. Steele, ef jeg ætti handbært fje, en þessi óvænta kreppa hefir fest alla peninga mína.« »Óvænta kr.ppa? Ætlið þjer að segja mjér, að þjer eigi hafið vitað, að enginn arður yrði greiddur.* Bech óbersti setti fingurgómana saman cg gægðist gegnum þá á hinn unga mann, frekar raunamæddur en reiður. »Kæri Steele minn. Jeg er viss um, að þjer frjettuð þetta á undan mjer.« Steele stóð á fætur. >Já,« mælti óberstinn. »Við verðum að sætta okkur við lífið eins og það er, en ekki eins og við getum óskað, að það ætti að vera. Tíminn kippir öllu í lag aftur og jegerorðinn svo gamall, að jeg er orðinn heimspekingur. Ætlið þjer að fara. Komið þegar yður líkar, og þegar þessi kreppa er um garð gengin, get jeg ef til vill hjálpað yður.« Steele gekk innar í húsið, og þar sem hann hafði beðið um að fá að tala við ungfrú Sadie, var honum vísað inn til hennar. Honum fanst hún heilsa, eins og staðfest væri breitt djúp milli þeirra. »Sadie,« mælti hann, »jeg sagði yður í þessu herbergi, að jeg ætti 300000 dollara og jeg ynni fyrir 5000 doilurum á ári og jeg byggist við að verða miljónaeigandi innan tveggja mán- aða. Jeg verð að tilkynna yður, að jeg hefi tapað öllu mínu fje, og að jeg ætla að sleppa þessum 5000 á ári og að jeg sennilega aldrei verð frekari miljónaeigandi en jeg er nú.« »Ó, hvað mjer þykir það leiðir.legt,« mælti unga stúlkan f flýti, en stansaði alt í einu, eins og hún ætti ekki til orð yfir ástæðurnar. »Mjer þykir það líka leiðinlegt,« sagði Steele blátt áfram. Svo þagði hann í heila mínútu. Loks sagði hún: »En þjer eruð ungur, hr. Steele, og land þetta á upp á margt að bjóða. Er ekki svo?« »Pað er víst,« mælti Steele og glotti háðs- lega, »það er alment álitið að svo sje, og eins og þjer segið, þá er jeg ungur, mikið yngri en síðast, er jeg var hjer. Jeg vissi vel, að jeg var ungur, en aldrei að jeg væri annað eins barn eins og jeg er.« Unga stúlkan ljet sem hún yrði hneyksluð yfir þessum orðum. »Ef þjer hlægið að mjer, finst mjér það mjög óvingjarnlega gert af yður.« »Jeg fullvissa yður um það, ungfrú Btch, að mjer er síst af öllu hlátur í hug. Jeg kom að eins til að kveðja yður.« Hann rjetti fram hendina og hún tók gæti- lega í hana. »Verið þjer sælir, jeg óska yður allrar ham- ingju.« »Pakka yður fyrir,« svaraði Steele. VIII. Pað er ætíð örðugleikum bundið, að fá lánað fje, en að fá lánað í verstu fjárkreppu, er gersamlega ómögulegt. Steele reyndi þetta fyrri hluta næsta dags. Allir virtust vera jafn illa stæð r og hann. Öll verðbrjef voru fallin í sama hlutfalli og Rockervelt, og svo leit út sem allir menn, er álitnir voru ríkir, gerðu alt til að sleppa við gjaldþrot með því að útvega sjer það af reiðufje, sem hægt var, annaðhvoit með sölu eða lánum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.