Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 66

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 66
60 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. snertir, þá hefi jeg verið forstjóri og deildar- stjóri síðustu viku, svo að jeg á vist fyrir því, að fá frídag. í hreinskilni talað, fanst mjer braut, sem fjell svona skyndilega í verði, eigi það ekki skilið.að hafa forstjóra eða deildarstjóra. Skortur á alvöru — Guð varðveiti yður, nei! Jeg er aivarlegasti maðurinn í bænum. — Ó, mjer þykir leitt, ef þjer hneykslist á athuga- semdum mínum. Hafið þjer eigi snætt morgunverð ? Jeg er nýbúinn að panta mjer mat, sem sæmir milj- ónaeiganda. Komið hingað og fáið yður bita með. — Nú, þjer hafíð borðað, Pjer eruð morgunskarfur — Komið þjer þá ekki bráðum til að fá yður bolla af kaffi og glas af víni? — Já, þjer hafði á rjettu að standa, einhver verður að gæta viðskiftanna. — Gott, jeg lít inn til yðar kl, 4. .Verið þjer sælir.c Steele snæddi mat sinn í mestu makindum, svo gekk hann í hægðum sínum út og kl. ná- kvæmlega 4 gekk hann inn á skiifstofu foistjó ans. Hr, Blair sat við vinnuborð sitt og þegar hann leit upp, var hin búldnleitá ásjóna hans eins og erfið gáta. Á yfirborðinu leit það svo út sem sæmdi yfirmanni yfir ótilhlýðilegri fram- komu undirmanns síns, en væri jöfnum hönd- um reiðubúinn að hlusta á útskýringu, fyrir- gefa og refsa. En augun komu upp um forstjórann. Út úr þeim lýsti sigurgleði, illgirni og hatur. »Hr. Steele, jeg varð mjög undrandi, þeg- ar jeg kom frá New-York, og sá að þjer höfðuð yfirgefið skrifstofu yðar leyfislaust,« hóf Blair máls í frekar hryggum en reiðum róm. »Ó, það er alt i besta lagi,« sagði Steele glaðlega, »jeg var settur forstjóri, og forstjóri getur gert hvað sem hann vill. En jeg var líka deildarstjóri, og þess vegna bað jeg for- stjórann um frí í einn eða tvo klukkutíma, og leyfið var veitt.« »Eins og þjer vitið, hr. Steele, er jeg mjög umburðarlyndur, en hortugheit yðar get jeg eigi þolað. Eins og jeg -sagði yður í síman- um, var jeg undrandi yfir munnsöfnuði yðar, en jeg bjóst við viðunandi skýringu,« »Ef þjer hafið búist við henní, hr. Blair, þykir mjer leitt, að valda yður vonbrigða. Sú skýring, sem jeg get gefið á fjarveru minni, er sú, að jeg hefi verið í braski.« »Braski?« hrópaði Blair undrandi. »Páð er hræðilegt. Jeg álít, að maður geti eigi í einu verið duglegur járnbrautarmaður og braskarl.* »Jeg er á sama máli, hr. Blair, og við erum báðir ágæt dæmi upp á sannleika þeirra orða. Rjer eruð ónýtasti járnbrautarmaður, sem jeg þekki, en jafnframt hepnasti braskari. Jeg er sæmilega duglegur járnbrautarmaður, en sem stendur mesti heimskinginn af öllum bröskurum landsins. Hvers vegna sitjið þjer með þennan hræsnissvip? Þjer vitið og jeg veit, að yður er raunverulega hjartanlega sama, hvort jeg er fjarverandi einn dag. Pjer viljið einungis sjá mig til að hlakka yfir óförum mínum. Pjer hafið komist jafnljett yfir þessa 300,000 doll- ara mína eins og svikarar þeir, er veiða fá- fróða sveitamenn, að vísu um minni upphæðir. Jeg er ekki kominn hjer til að taka á mig ávít- ur eða biðja afsökunar, heldur til þess, að þjer getið glatt yður yfir auðmýkt minni og falli. Jeg mundi síst allra manna hafa af náunga mínum saklausa skemtan. Pess vegna er jeg hjer. Jeg er rjett nýplokkaður og kom til að sýna yður leifarnar. Hvernig líst yður á þær?« »Mjer þykir leitt að heyra, ef þjer hafið ver- ið óheppinn í viðskiftum yðar.« »Auðvitað, kærar þakkir.« »Tókst yður að fá 21 þúsund út á hluta- brjefin yðar í Northern Pacific?* •Nei, jeg á þau enn, þessi hlutabrjef reyn- ast mjer tryggari vinir en nokkur af kunningjum mínum. Pjer munduð víst ekki vilja kaupa þau?« »Nei,« svaraði Blair bliðlega. »Jeg hefi fyrir skömn.u sett mikið fje fast í kaup á Midlands hlutabrjefum, þannig, að jeg keypti aftur brjef, sem jeg var svo heppinn að selja, þegar verð- ið var sem hæst, og vil því ekki kaupa meir af hlutabrjefum sem stendur.« »Efnahagur yðar er nákvæmlega eins og allar annara kunningja minna, svo að jeg varð ekki fyrir neinum vonbrigðúm.«
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.