Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 68

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 68
62 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. hefði lent í fjárkreppu. Hann var jafn rólegur og endrarnær og aðeins það eitt, að hárið var lítið eitt grásprengt yfir gsgnaugunum, gaf Steele hugmynd um baráttu. Alvaran í andliti Mansons breyttist í bros, þegar hann heilsaði Sleele. >Mjer þykir ^vænt um að sjá yður,* sagði Manson. »Fenguð þjer brjefið mitt.« »Nei, jeg fór frá Warmington sama daginn og jeg símaði yður.« »Nú jæja, það gerir hvorki til nje frá. Rað var bara í tilefni af skeyti yðar. Mjer þótti það leltt, en mjer var alveg ómögulegt að senda yður peningana og brjefið var aðeins nánari skýring á símskeytinu.« »Rjer genguð líka í gildruna,* sagði Steele. »Já, jeg misti alt, sem jeg átti. Og mjer var það mátulegt, því að jeg hælti mjer út í það, sem jeg hefi aldrei gert áður, að braska með hlutabrjef.« >Var það rjett, sem jeg rjeði af skeyti yðar, að þjer hefðuð einnig skaðast?® »Já, og hefðuð þjer sent mjer peninga, hefðu þeir einnig farið, svo að yður þarf ekki að þykja leitt, að þjer senduð mjer þá eigi. Rað skrítnasta var, að jeg átti sjálfur 30 þúsund í Detroit-bankanum, sem jeg alveg gleymdi í æsingu dagsins.* >Og þjer björguðum þpim?« spurði Manson með eins miklum æsingi og hann gatíkomist. »Já, en það var ekki mjer að þakka, því að hefði jeg munað eftir þeim, væru þær líka farnar. En hvernig stóð á því, að þjer settuð alt yðar fast í hlutabrjef? Jeg hjelt. þjer hætt- uð yður aldrei í brask.« »Pað hefi jeg heldur aldrei gert fyr en fyrir viku síðan. Bech óbersti kom og ráðlagði mjer þetta og mjer skyldist, að ráðið kæmi beint frá hr Rockervelt, svo að jeg var svo grænn, að fára að því.« »Hann Ijek sama leikinn við m:g, en hann var aðeins leppur Blair. Rað var Blair, sem var potturinn og pannan í öllu saman.* »Við höfum engar sannanir fyrir því,« sagði Manson. >Jeg hefi sannanir. Blair reyndi eigi að leyna því, þegar hann hafði náð peningum mínum. Blair var e nn af þessum erkihræsnurum, sem brosa og brosa jafnframt því, sem þeir fremja skálkapör sín. Hann fyrirgefur aldrei þó, að hann láti svo.« »Yður hefir ætíð hætt til að vera tortrygginn í garð hr. Blair,« mælti Manson hugsandi. »Rað er gagnslaust, að tala meira um þetta. Hafið þjer lesið skýrslu hr. Rockervelts í blöð- unum ?« »Ágæt grein, full af gremju heiðarlegs manns. Ágæt prjedikun gegn braski og þó er það al- kunnugt, að þeir, sem í hringnum voru, hafa grætt miljónir við söluna og kaup sín aftur. Jeg veit ekki hvaða asni það var, sem sagði, að maður gæti eigi bæði jetið kökuna og geymt hana.« »Við skulum eigi hugsa meira um það. Hvenær farið þjer vestur aftur?« »Jeg fer um hádegi á morgun, en ekki vest- ur, heldur austur.« »Austur?« »Já, jeg fer austur með fyrsta skipinu á morgun og jeg vona, að það skili mjer til Frakklands.« »Hvað, þjer hafið þó ekki sagt upp stöðu yðar?« »Jú. Mjer var ómögulegt að vera. Jeg kem ekki nærri járnbrautum framar.« »Vitleysa. Hvað ætlist þjer fyrir?« . »Jeg veit það ekki, hr. Manson. Vit mitt segir mjer, að jeg sje eígi ver farinn nú, en þanri dag, sem frændi dó, þar sem jeg hugsa lítið utn annað fje, en það, sem jeg sjálfur vinn inn. Mjer líður mikið betur nú. Jeg á 30 þúsund dollara í peningum og hlutabrjefin í Northern Pacific, sem jeg rjett nýlega hefi lagt í »Broadway Safe Deposit.* Jeg skil ekki sjálfan mig. Mjer finst jeg ætti að verða reið- ur og drepa einhvern, en þó er jeg ekkert reið- ur. Mjer finst á hinn bóginn jeg skammast mín fyrir að láta slá svo ryki í augu mjer. Og þó finn jeg ekki mikið til þess, $amt er

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.