Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 73
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
67
sagði Saiomon, án þess að líta við. »Erindi
okkar er henni fult eins viðvíkjandi, eins og
yður.«
»Eins og ykkur þóknast,« sagði Gunnar.
»En seljið ykkur niður, því að þá gengur
alt betur.«
»Við erum hingað komnir í dag þess er-
indis, að biðja dóttur yðar,« sagði Salomon.
»Pjer þekkið kringumsfæður okkar og vitið,
að við bæði elskum og virðum Önnu.«
»Já, já,« sagði Gunnar, »hafið þið þá
loksins ráðið það af að tala á þessa leið.
Pað er Iangt síðan, kjánarnir ykkar, að jeg
vissi, hvernig ykkur var innanbrjósts, það er
heldur ekkert hægt að setja út á ykkur;
malarinn á ágætis bæ og hefir þar að auki
mikla peninga á vöxtum og svo eigið þið
víst líka að erfa móðursystur ykkar, þið
getið sannarlega gert stúlku hamingjusama.
Jeg get nú ofurlítið dæmt um fólk, jeg hefi
sjeð svo svo silt af hverju í heiminum um
dagana.«
»Já, það hafið þjer vissulega.«
»Hvort jeg hefi. Jeg, sem hef lifað á
meðal allra kynflokka heimsins, frá mestu
höfðingjum hvítra manna til svörtustu kvik-
inda. — Hver ykkar er það nú annars, sem
ætlar að verða tegndasonur minn?«
»Okkur þykir báðum jafnvænt um Önnu,«
svaraði Salomon. »Pannig hefir það verið,
síðan við vorum litlir og jeg held það
verði aldrei öðruvísi.«
»Já, en stúlkan getur ekki gifst ykkur
báðum, það vitið þið þó vel.«
sVið látum hana sjálfa dæma milli okkar,«
sagði Salomon. Sá, sem hún kýs, hreppir
hnossið, það höfum við orðið ásáttir um.«
»Jæja, hvað segir þú um þetta, Anna litlla;
hvorn þeirra viltu heldur?« spurði Gunnar.
»Hvorugan þeirra,« svaraði hún ákveðið
og leit upp með tárin í augunum. Mjer
hefir altaf þótt vænt um ykkur báða, þið
voruð mjer alveg jafn hjartfólgnir, hversvegna
viljið þið þá gera mig að dómara og hvern-
ig ætti jeg að geta valið, þegar jeg veit
fyrirfram, að val mitt hlýtur að gera annan
ykkar óhamingjusaman.
»Hann mun sætta sig við það, Anna litla,«
svaraði Salomon.
»Eins vel og hann getur,« bætti Jakob
við.
»Anna hefir á rjettu að standa,« tók
Gunnar fram í alvarlegur í bragði. Pað er
ekki hún, sem á að velja hjer, til þess hefir
hún enga þekkingu. Pað er jeg. Og sem
sagt, fyrst mjer finst jeg ekki geta gert upp
á milli ykkar, er best að varpa hlutkesti um
hana. Hjer hef jeg nú tvö hálmstrá, og sá
sem fær það lengra — —«
»Að varpa hlutkesti um Önnu,« hróp-
aði Jakob.«
»Nei, skógarvörður. Pað finst okkur ekki
viðeigandi,« svaraði Salomon.
»Jú, svo sannarlega skuluð þið varpa
hlutkesti um hana, þegar jeg á annað borð
hefi ákveðið eitthvað — nú, hver kemur nú
þarna til að trufla okkur?«
í þessum svifum stakk Mads höfðinu út
úr dyrunum og sagði:
»Hann Jens er kominn og spyr eftir dýr-
inu, sem fógetinn bað um til miðdegis-
verðar.«
»Jeg held að skollinn stjórni í þessum
fógeta,« sagði Gunnar, en heldur svona í
lægri nótunum. »Segðu, að jeg biðji að
heilsa honum og það með, að jeg hafi
annað að gera, en að hlaupa uppi dýr handa
honum.«
Mads stóð kyr.
»Nú, eftir hverju ertu að bíða? viltu reyna
að komast af stað?«
Um leið og Mads sneri sjer við til að
fara, hvíslaði Gunnar að tvíburunum:
»En sú bleyða. Hann er hræddur við að
segja manninum þetta. Heyrðu Mads,« bætti
hann við í mildari rómi. »Pú getur sagt,
að fógetanum verði fært það undir kvöldið,
jeg skal sjálfur koma með það. — En bíð-
um við, nú datt mjer nokkuð í hug,« hjelt
hann áfram, þegar Mads var farinn. »Nú
9*