Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Qupperneq 78
72
NÝJAR KVÖLDVÓKUR.
sem lífgaði og lýsti alla tilveru hans. En
síðan kvöldið góða, vöruðust þau bæði að
láta í ijós hugþokka þann, sem þau báru
hvert til annars, eins og þau hefðu talað
sig saman um það. Hugsunin um týnda
bróðurinn, hafði myndað einskonar djúp á
milli þeirra, sem hjelt aftur öllu því, sem
þau höfðu leilað og vonað í framtíðinni.
Par að auki hafði Gunnar eitt sinn kallað
Önnu til sín og sagt: »Á meðan við ekki
frjettum neitt nýtt af Salomon, ert þú heit-
mey hans, jeg hefi heitið honum þjer og
það verður að efnast. Gættu þín þvi í
orði og verki, að gefa Jakob ekki neina
von, hann er vinur þinn, bróðir þinn, en
ekkert meira.«
Anna hlýddi. Henni fanst erfiði það, er
hún hafði með höndum, ekki lengur. vera
þreytandi, hún hafði aldrei haft nokkurn
fastan vilja sjálf, alt af hlýtt öðrum, og um
síðir fanst henni þetta ekki geta verið á
annan hátt, lifði þannig í sjálfii sjer eins
og skelfiskuiinn í skelinni sinni. Jakob og
hún höfðu fyrir löngu skilið hvort annað,
án þess þó, að láta það í Ijós míð oiðum.
Jakob hjelt alt af áfram að koma í hús
skógarvarðarins. Á vorin plægði hann
akurinn, á haustin gekk hann til veiða og
skógarhöggs. Gunnar tók á móti þessum
greiða sem sjálfsögðum. »Peir hafa gott
af því, að vinna þessir ungu menn,«, sagði
hann, »til þess að við kailarnir getum feng-
ið að hvíla okkur ofurlítið. Þegar þeir voru
litlir unnum við fyrir þeim.«
Eitthvað ári eftir hvarf Salomons, kom
umferðasali eitt sinn til skógarvarðarhúss-
ins. Hann setti farangurskistil sinn niður
við dyrnar og heilsaði kunnuglega. Mað-
urinn var hár og grannur, með snör kæn-
leg augu, koparrauður í andliti og Ijós-
haerður, en skegglaus, hann var kurteis,
brosandi og stimamjúkur við alla.
»Gerið svo vel og fáið yður sæti, Mik-
kel HalIeson,« sagði Gunnar. »Jæja, hvern-
ig hefir yður gengið, síðan þjer voruð hjer
síðast ?«
»Jeg hefi haft það eins og hægt er að
hafa það á þessum erfiðu tímum,« svaraði
farandsalinn. »Já það þarf annars ekki að
spyrja, hvernig þjer hafðið það lautinant,
því að mjer finst þjer alt af hafa yngst í
hvert skifti, sem við hittumst.«
»Því í fjandanum kaliið þjer mig nú laut-
inant?« spurði Gunnar með kankvísu brosi,
»jeg hefi reyndar verið í hernum, en komst
aldrei hærra í tigninni en að verða liðþjálfi.«
»Ekki það? Jeg talaði eitt sinn við um-
sjónarmanninn niður í Skulborg, þennan
með skakka nefið, hann sagði að þið hefð-
uð verið saman í hernum og fullyrti, að
þegar lagt hefði verið til bardaga, hefði
enginn í allri fylkingunni, verið jafn Iiug-
aður og þjer.«
»Það getur meira en verið, að umsjón-
armaðurinn haíi haft rjeft fyrir sje,r« sagði
Gunnar, »en setjist þjer nú niður, Mikkel
Halleson og fáið yður í pípu á meðan
Anna býr-til ofurlitla kvöl af púnsi handa
okkur, svo skal jeg segja yður, hvernig það
gekk til á stríðsárunum.«
Farandsalinn settist við borðið, en það var
ekki meining hans að láta Gunnar komast
að, hann dróg vörukistilinn nær sjer og fór
að leysa af honum böndin, síðan tók hann
upp úr honum allra handana varning og
fór að sýna þeim, sem viðstaddir, voru um
leið og hann ljet dæluna ganga:
»Já sannarlega eru þetta erfiðir tímar, en
hvað skal segja? Lautinantinn sendur þó
betur að vígi. en fjöldinn og það er ekki
nema sjálfsagt, fyrir mann, sem hefir verið
eins hugrakkur og þjer, og hætt lífi sínu
og limum, að hann á elli árunum, fái að
minsta kosti gott atlæti. — Þetta er reglu-
lega gott tóbak, sem þjer reykið — ó, hvað
lyktin er góð af því! — Hjer er poki með
samskonar tóbaki í, það er ef til vill ofur-
lítið betra, því að það er meiri ambra í