Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Qupperneq 80

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Qupperneq 80
74 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. var orðinn eins mikill fyrirferðar og kálf- full kýr, og jeg varð að leggjast fyrir hjá frænku minni í Fucritts, þeirri sem býr til stangalakkrísinn, hún las yfir mjer og lækn- aði mig. En hver skollinn getur verið orðinn af brjefinu. Æ! það er alveg satt, þegar jeg hugsa mig vel um, hann fjekk mjer ekkert brjef, nei svo sannarlega gerði hann það ekki, hann sagði aðeins — jú, hjer er það reyndar, en lakkið er brotið af því, eftir allan þennan flæking, en jeg get svarið þess dýran eið, að jeg hefi ekki lit- ið á það, eða lesið eitt orð af því, sem þar er skrifað. Guð hjálpi okkur. Gerið svo vel, er það ekki rjett: Til ungfrú Önnu Gunnarsdóttur.« Anna virtist alt í einu breytt. Fyrst þeg- ar umferðasalinn fór að segja frá, leit hún út eins og hún hefði hitasótt af eftirvænt- ingunni, í henni börðust öfl, sem svo Iengi höfðu verið undirokuð, en nú vildu brjót- ast út. Kostaði það hana feikna mikla á- reynslu, að þvinga sig til að vera jafn róleg og hún átti að sjer. Hún hnje máttvana niður í sæti sitt og sat þar þögul og hlustaði með innilegri hluttekningu eftir hverju orði, sem farand- salinn sagði. En um leið og hann rjetti brjefið til hennar, greip Gunnar og það sagði: »Fáðu mjer það, jeg vil lesa það fyrst.« »En pabbi,« hvíslaði Anna, lágri hljóm- lausri rödd, »það er þó til mín.« »Já, en hvað gerir það, kjáninn þinn? Það vantaði ekki annað, en dóttir ætti þá leyndardóma, sem hún þyrfti að dylja föð- ur sinn. Vel gæfi verið að eitthvað ósæmi- legt væri í því. Jeg les það fyrst. — Náðu í gleraugun mín — Æ! hjálpaðu henni að leita að þeim, Jakob. — Bíðið þið við! jeg hefi þau hjerna í vasanum.« Hann stóð á fætur og hjelt brjefinu upp að ljósinu. Jakob og Anna horfðu á hann með öndina í hálsinum af eftirvæntingu. Umferðasalinn brosti og neri saman hönd- unum af ánægju. »Það er annars orðið framorðið, tíminn hefir liðið meðan jeg var að reka erindi mitt,« kallaði hann upp, sigri hrósandi yfir þeirri athygli, sem honum var veitt, vegna frásögu hans. »Þar að auki er jeg orðinn þreyttur, af að ganga þennan Ianga krók heim til ykkar. Jeg get ef til vill fengið húsaskjól hjerna hjá yður í nótt, herra lautinant ?« Skógarvörðurinn kinkaði kolli án þess að líta upp, og svo beindi hann allri athygli sinni við brjefið á ný. Salomon hafði ekki skrifað langt brjef, en þrátt fyrir það þurfti Gunnar langan tíma til að lesa það og virtist síðan niðursokkinn í að hugsa um innihald þess, »Nú hefi jeg loksins komist að efninu,« sagði hann um síðir. »Hvað stendur þar? —Lestu, lestu elsku góði pabbi minn!« bað Anna. »Jeg held að strákskrattinn sje villaus,« tók Gunnar til máls. »Það er-ekkert einasta orð af viti í öllu því sem hann skrifar.« Aftur varð þögn. — »Svo mikið er víst!« bætti hann við um síðir með hátíðlegu lát- bragði, og braut brjeíið saman. Salomon verður aldrei tengdasonur minn. Nú er það útkljáð. — Svona barn mitt, reyndu nú að sansa þig á því! Anna tók brjefið, hendur hennar skulfu þegar að hún hjelt því upp að Ijósinu og las: »Þegar að þú sagðir, að þjer þætti vænt um okkur báða, þá blektir þú sjálfa þig, því að það var ekki tilfellið. Mig grunaði það lengi vel, en þegar jeg sá það tillit, sem þú sendir bróður mínum, um leið og við gengum til skógarins, vissi jeg að þú elskaðir hann og engan annan. Jegfernú leiðar minnar út í heiminn, og að öllum líkindum sjáumst við aldrei fram- ar, en verið ekki hrygg út af því, fyrst það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.