Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 81

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 81
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 75 er það eina, sem jeg get gert, til þess að þið getið orðið hamingjusöm. Ef jeg hefði gert það fyr, hefði jeg getað firt þig mikilli sorg. Verlu sæl, kæra litla Anna, og hugs- aðu til mín með vinsemd endrum og og eins. Almáttugur guð haldi sinni líknarhendi yfir ykkur.« Er Anna hafði lesið brjefið, gekk hún grátandi út úr stofunni. »En það skollans uppátæki af Salomon,« tók Gunnar til máls. Pví í fjandanum þurfti hann endilega að vera að fara burtu? Jeg sem var búinn að segja honum að sá, sem fyrst gæti skotið dýrið, skyldi fá Onnu. Og þegar búið væri að gifta þau, mundi hún áreiðanleg sansa sig á því, og bæði virða hann og elska. Hvað segið þjer Mikkel HaIIeson?« >:>Já það er ekki um að villast, herra laut- inant!« svaraði farandsalinn. Næta morgun kom Jakob til skógarvarð- arhússins. Hann hafði ekkert sofið um nóttina, fyrir óróleik og eftirvæntingu. Anna sat á sínum gamla stað í stofunni, rjett hjá klukkunni, hún var mjög föl. Hún heilsaði Jakob blátt áfram og vingjarnlega eins og hún var vön. Farandsalinn var ekki farinn enn, honum fanst að hann yrði fyrst að njóta allra þeirra rjettinda, sem hann átti heimting á, fyrir þau mikilsverðu tíðindi, sem hann hafði flutt. »Mjer finst eitthvað ískyggilegt við loft- ið,« mælti hann, »jeg held það sje best að bíða fram á daginn og sjá hverju fram vindur.« Á andliti Gunnars var einhver hátíða- svipur, þessi svipur gaf það til kynna, að hann hafði tekið fasta ákvörðun. Það leit út fyrir að hann hefði beðið effir Jakob, því að þegar að hann kom, kallaði Gunnar hann strax á eintal. Ofurlítinn spöl frá húsinu lá skógurinn. Pangað gekk Gunnar og settist niður á fallinn mosavaxinn trjástofn, meðan hann tróð tóbaki í pípu sína og kveikti í henni. »En sú ljómandi veðrátta, sem hefir ver- ið í ár,« tók lrann til máls, »alt af regn og sagga-veður, nærri því aldrei sólskin.« »Kallið þjer það góða veðráttu ?« spurði Jakob hissa. »Já, auðvitað. Það hefir alveg verið ó- gerningur að taka upp svörð, og það lítið, sem tekið hefir verið upp, hefir alveg ringt í klessu, slíkt kemur brenninu í verð, dreng- ur minn! af því hefi jeg hagnað.« Jakob varð alveg forviða; hann skildi ekki vel hvað Gunnar átt við, og þar að auki fanst honum það skrítið, að Gunnar skyldi vera að kalla hann á eintal út í skóg, til að fala um brenni við hann. Án nokk- urs formála, tók Gunnar aftur til máls: »Heyrðu mig nú Jakob, jeg hefi raunar gaman af að vifa, hvernig þínar efnanlegu ástæður eru þar heiman fyrir. Þið Salomon eruð einu erfingjarnir, og eigið víst að erfa alt eftir föður ykkar, gamla malarann, eða er ekki svo?« »Jú,« svaraði Jakob. »í fyrra var faðir minn að hugsa um, að eftirláta mjer jörð- ina, með allri áhöfn,« »Já, það veit jeg,« svaraði Gunnar. »Vertu nú bara ekki að taka fram í fyrir mjer. Ef nú heimskinginn hann Salomon, gerir al- vöru úr því og kemur alls ekki heim, eða ef hann deyr í útlöndum, þá erfir þú hans part líka — jeg meina að þá erfir þú hann líka, Jakob, og eign gömlu móður-systur þinnar, ert þú víst viss með?« »Já, hún samdi arfleiðsluskrá sína um kyndilmessu og Ijel málaflutningsmanninn Iesa hana upp fyrir okkur.« »Já, hvað kemur mjer alt þetta við, sem þú ert að rausa um? Fáir þú peninga, þá er það gott fyrir þig, en þú mátt ekki halda, að jeg virði þann mann meira, sem er ríkur. Jeg hefi gefið þjer leyfi til að umgangast okkur, og þú hefir verið hjer sem heimilisfastur, -gerði jeg það til þess, að vita, hvort nokkur dugur væri í þjer, og 10*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.