Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 83

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 83
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. '77 »í kvöld,« tóku þau bæði upp eftir honum. »Já, það verður svo að vera,« mælti hann innilega. Jeg hugsaði um ykkur og mig langaði að vita, hvernig ykkur liði, og því bað 'jeg um leyfi til að mega fara hingað sem snöggvast.« sOg hvers vegna viltu svo fara undireins frá okkur, kæri bróðir?« spurði Jakob. »Jeg hefi hugsað mjer að heilsa upp á gömlu móðursystur okkar, og það undir- eins í kvöld, því á morgun verð jeg að vera kominn aftur til Horsens og þaðan verður ferðinni haldið áfram.« Þegar Salomon kom inn í stofuna og tók hermannshúfuna ofan, tók Anna fyrst eftir þeim breytingum, sem þessi fáu ár höfðu markað í andlit hans. Drættirnir báru vott um alvöru og kulda og um leið þolgæði það, sem hermaðurinn þarf að vera gæddur, til þess að standast baráttu lífsins. Hún var hissa á þessum ströngu hörku- legu dráttum, sem ekki einu sinni endur- fundurinn gat mýkt. Þannig hafði hún ekki hugsað sjer Salomon. Hún vissi ekki, eða hún athugaði það máske ekki, að til eru sár, sem geta blætt lengi eftir að harn- að er yfir þau, — sár, sem venjulegá eru banvæn. Hjá Jakob aftur á móti, kom endurfund- argleðin í Ijós svo greinilega, hver drátt- ur í andliti hans bar þess Ijósan vott. Hann lagði hendina á öxl bróðurins, og horfði á hann með gleðidrukknuin augum, bros ljek um varirnar og þýður blær kom í röddina, er hann talaði. »0-ja,« sagði hann, sem svar upp á eitt- hvað, sem Salomon hafði spurt um. Hjer er margt orðið breytt. Faðir Önnu dó í fyrra. »Einmitt það.« »Og faðir okkar er einnig dáinn, Salomon.« »Já, jeg veit það.« >>En hvað hann þráði þig á banasænginni og spurði um þig. ■— Ó, kæri bróðir, hvers vegna komst þú ekki og því skrifaðir þú aldrei svo sem eina línu til okkar?« »Pá var jeg langt í burtu,« svaraði Salo- mon. »Jeg fór til Vestur-Indlands, undir eins eftir að jeg kom í herinn. Par fjekk jeg nóg að hugsa um. Fyrst jeg gat ekk- ert framar gert fyrir sjálfan mig, gekk jeg í þjónustu annara með lífi og sál.« »Æ, segðu okkur eitthvað af ferðum þín- um,« sagði Jakob. »í öllum heiminum er enginn, sem hugsar jafn mikið um þig og velferð þína og við gerum.« »Hvað á jeg að segja þjer, 'Jakob? Jeg hefi velt mjer svona áfram í heiminum, eins og jeg hefi best getað, altaf á ferðinni og altaf reiðubúinn, jeg hefi barist, jeg hefi sigrað og jeg hefi flúið, en jeg hefi þó ald- rei getað ílúið sjálfan mig. Allar þær hrukk- ur, sem þú sjerð hjer.á andliti mínu, eru ‘minningar um sorgir, sem eru nú grafnar í gleymskunnar djúp, eins og hinir dauðu í kistum sínum.« »En hvað þú hefir mátt Iíða,« hvíslaði Jakob innilega og beygði höfuðið niður að Salomon. Ó, ekki meir en algengt er hjer í heimi þessum. Sorgir koma svo sem til okkar allra, bæði til þess sem vonar, og þess, sem lætur hugfallast. Pað hefir ekki farið ver fyrir mjer, en mörgum, góðum manninum. Petta er aðeins lítsbaráttan, sem jeg er að segja ykkur frá.« »Jeg vissi alveg fyrir víst, að þetta mundi verða sannur gleðidagur,« sagði Jakob, eftir stundarþögn. »Pví að jeg skal segja þjer það, að í dag hefir verið hátíðahald hjer í húsinu, litli drengurinn okkar var skírður og svo kemur þú til að kóróna gleðina.« »Einmitt það, svo að þetta er litli dreng- urinn ykkar,« sagði Salomon um leið og hann gaut hornauga til vöggunnar. Ofur- lítill skjálfti í röddinni gaf til kynna baráttu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.