Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 85
NYJAR KVÖLDVOKUR.
19
KOSSINN.
Pað var á einu þessara indælu íslensku
vorkvölda. Sólin hafði nýlega svæft hinsta
geislann sinn og lagt hann út af. Kyrðin
og hljómleysið færðist smátt og smátt yfir
láð og lög. P>essi unaðsríka, mjúka, dreym-
andi kyrð, sem kemur huganum í hreifingu.
Jeg var nýlega kominn inn með síðustu
bækurnar mínar, sem jeg hafði verið að
viðra um daginn. Jeg fór alveg ósjálfrátt
að blaða í þeim. Pað var eins og jeg fyndi
einhverja hneigð hjá mjer til að fara hönd-
um um þær vinkonur mínar og uppeldis-
systur. Mjer fanst jeg hafa nautn af því.
Jeg fletti hverri bókinni eftir aðra, án þess
að stöðva mig við nokkura þeirra, og hafa
þær þó að sjálfsögðu ekki verið mjer jafn-
kærar allar. Pað hefði mátt hugsa sjer, að
jeg væri að leita að einhverju sjerstöku, og
hafi það verið, þá var það alveg án vitund-
ar minnar. Jeg lagði frá mjer bundnu bæk-
urnar og tók til að blaða í óbundnum skræð-
um og lausum blöðum, sem jeg hafði ekki
hróflað við í langan tíma — og bjóst aldrei
við að hafa hönd á framar. Sundurlausu
blöðin höfðu Iegið neðst niður á botni í
neðstu kommóðuskúffunni minni, síðan á
náms og útivistarárum mínum. Núflettijeg
þeim sundur brot fyrir brot og blað fyrir
blað. Pað var engu líkara en eitthvert þegj-
andi vald knýði mig til að bregða ljósi yfir
efni þeirra, einhver hljóður máttur, sem
stjórnaði fingrum mínum. Jeg var í þann
veginn að leggja þau frá mjer, þegar mjer
varð litið á skálinu neðst á einu horninu,
og í henni voru sjö stafir, sem mynduðu
til samans nafnið: Kossinn, þessa un-
aðarsælu verknaðartegund, sem kemur blóð-
inu á hraðari gang og og ósjálfráðum óróa
í hjartað. Kossinn, kossinn endurtók hug-
ur minn í einhverri leiðslu. En svo var
eins og alt í einu brygði fyrir leiftri, og á
svipstundu varð bjart yfir endurminningunni.
Nú rann það upp fyrir mjer eins og un-
aðslegur draumur, og jeg sá atburðinn eins
og hann væri nýlega liðinn hjá. Kveldkyrð-
in, sem þá var umhverfis mig, var svo að-
dáanlega lík; og það hafa sennilega verið
áhrif hennar á undirvilund mína, sem leiddu
mig í þessari rannsókn minni.
Jeg var kaupamaður hjá bónda nokkrum
í sveit. Unga fólkið hafði riðið sjer til
skemtunar og hressingar til einhvers undur-
fagurs staðar, og var jeg þ á einn í tölu
þess. Jeg hafði skemt mjer ánægjulega vel
um daginn. Dvölin á fyrirheitna staðnum
hafði orðið töluvert lengri, en gert hafði
verið ráð fyrir, svo að mikið var farið að
bregða birtu, þegar haldið var heimleiðis.
Eins og gengur og gerist, ekki einungis
á bæjum í sveit, heldur alstaðar, þar sein
margt er samankomið af ungu fólki í aldurs-
blóma, þá getur naumast hjá því farið, að
kunningsskapur verði ekki meiri og nánari
við suma en aðra. Og svo fór einnig fyrir
mjer. Sá, sem jeg komst mest í kynni við
var að vísu kvenmaður, einkar myndarleg
og búkonulega vaxin bóndadóttir, viðfeldin
og aðlaðandi.
Hestarnir voru orðnir hálfslæptir eftir
þetta ferðavolk, þegar heim átti að halda.
Okkur kom saman um, fyrst farið væri að
skyggja, að best mundi vera að ríða gæti-
Iega — það munaði ekki því, úr því sem
komið var, hvort við kæmum klukkutíman-
um fyr eða seinna heim. Petta varð til
þess, að við smádrógumst aftur úr og
gleymdum alveg samferðafólkinu. Mjer leið
ósköp þægilega vel, þar sem jeg reið við
hlið hennarí hálfrökkrinu, og talaði við hana
um ýms hugþekk efni. Hestarnir fóru líka