Tíbrá - 01.01.1892, Page 5

Tíbrá - 01.01.1892, Page 5
Páskamorguninn. Morguninn var fagur, þegar sólin skein inn um gluggann og inn á litlu börnin, sem voru að leika sér á gólfinu, sum að brúðunum sínum, sum að bókunum sínum, og sum að vonunum sínum, þvi þau voru svo ung. Ilið yngsta sat á gólfinu og elti sólargeislana með litlu hönd- unum, en gat aldrei handsamað þá. Eldra fólk- ið var að búa sig til kirkju, því að það var páskadagsmorgun, og allir voru glaðir. Mamma þeirra, sem var eptir heima, kom að dyrunum, nam staðar, horíði yfir hópinn sinn og tárfelldi. Hvað olli tárum hennar mitt innan um hin hamingjusömu börn sín? Hún kastaði tölu á hópinn, og hún saknaði þriggja, sem höfðu prýtt hópinn árinu áður. Taugaveikin hafði lagt þau í gröfina, og hún felldi heit tár yfir endurminningunni. Sigríður litla rauf hópinn, gekk til mömmu sinnar og sagði: »Ætli þau sjái okkur ekki?« »Hver, barnið mitt?« spurði móðirin. 1

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.