Tíbrá - 01.01.1892, Page 9

Tíbrá - 01.01.1892, Page 9
5 Hinn þriðji læddist inn í bikarinn á blómi nokkru, sem var sorgbitið, kyssti það og Ijet vel að því, þangað til að það gladdist, oglypti aptur upp hvita höfðinu, því að góðvildin og elskan flytur gleði og ánægju inn í aumustu lífskjör og ljettir allar þjáningar og erfiði. Hinn fjórði geisli lcom þangað, sem ofboðlítil blind stúlka sat einsömul, og skein heitt og fag- urt á litlu bleiku hendurnar á henni, og kyssti vesalings augun, sem aldrei höfðu sjeð dagsins ljós skína, og aldrei gátu sjeð það, fyrr en eng- ill dauðans gjörði hana skyggna í öðrum heimi. Veslings blinda stúlkan átti svo bágt. Hún gat ekki tekið þátt í leikum hinna barnanna, og geislinn aumkaðist yfir hana. Og þegar kvöldskuggarnir fjellu niðurájörð- ina, þá kallaði sólin saman börnin sín, geisl- ana. Þá flugu þessir fjórir geislar í fanghenn- ar í vestrinu, og þeir sögðu hver við annan: »Nú vitum við, að það er vísasti vegurinn til þess að verða hamingjusamur og að njóta lífsins, að gleðja aðra.« Það er sannarJega fögur lífsstefna að vera öðrum til góðs, og er um leið blessunarríkust fyrir þann, sem þannig breytir. Að kvöldi lífs- ins svifur þú hinn kærleiksríki andi svo sem fagur geisli í fang sóJar rjettlætisins, guðs, og starfar þar tálmunarlaust að hinu fagra og

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.