Tíbrá - 01.01.1892, Page 10
t)
lireina, því að vjer höldum áfram að lifa og
vinna, þótt vjer förum hjeðan.
Fuglamálið.
(Þýtt).
Páll og Dagbjört lifðu í litlum kotbæ nálægt
skógi. Faðir þeirra var erfiðismaður og vann
baki brotnu, til þess að geta staðið straum af
þeim.
Bæði sumar og vetur fór hann fyrst á fætur
á morgnana, til að fella trje í skóginum. Nú
liðu tímar fram að jólakvöldinu.
Þau Páll ogDagbjört sátu við eldinn, ogvoru
óánægð yfir því, að fá engar fallegar gjafir eða
barnagull í jólagjöf, og ekki svo mikið sem
neitt gott að borða, eins og sum börnin í kring
um þau.
»Elsku mamma mín!« sögðu þau um morg-
uninn, áður en þau lásu bænir sínar. »Held-
urðu ekki, að guð sje buinn að gleyma okkur?«
»Það er ljótt að hugsa og tala til svona,«
sagði hún. »Hlaupið út og tínið fyrir mig
nokkrar spýtur, svo að jeg geti hitað tevatnið
handa honum pabba ykkar.«
Iíún reyndi með þessu að fá þau til að gleyma
sorgarefninu, og það lá líka illa á henni sjálfri,
af því að hún gat ekki gefið þeim neitt
fallegt.
Þau hlupu nú i burtu, til þess að tína spýt-