Tíbrá - 01.01.1892, Page 14

Tíbrá - 01.01.1892, Page 14
10 um rak kisa stóru, gulgrænu augun framan í hann út úr bæjardyrunum, eða var að læðast í kring um hann, einsog hún væri að leita að •einhverju. En þá hreiðraði hænan sig niður •og kallaði á ungann sinn og stakk honum undir •brjóstið á sér, eða, þegar illa lá á henni, stökk hún á kisu með klóm og nefi og rak hana á flótta. Á hverjum degi sá litli unginn einhverja höggorustu og ásókn, og eintómar hættur i kring um sig, og hann sagði: «Þetta er illver- -öld, og þó er okkur einlægt gefið að jeta kvöld •og morgna!« m »Það kemur til af því, unginn minn! að þú átt að verða stór, eins og eg. Þá borðar fólk- ið eggin þín eins og mín, og þú átt að ala upp nnga líka.« »Það kemur til af þessu,« hugsaði unginn. Og nú kom annar dagur, og hænan og ung- inn fóru að tína sér korn, og litli unginn tók eptir öllu, sem hann sá og heyrði, og spurði mömmu sina um það. Núsáhann stóran mann koma gangandimeð þungan bagga á bakinu. Hann teymdi hest, ^sem líka bar stóran bagga á bakinu. Þeir voru báðir kúguppgefnir, þegar þeir komu í hlaðið, og maðurinn varð svo feginn að leggja bagga •sinn upp á garðinn og hvíla sig, en veslings- hesturinn varð að standa undir sínum böggum, |>angað til hann varð svo þreyttur, að hann

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.