Tíbrá - 01.01.1892, Síða 17
13
ofboðhægt upp i hann beislið, og sagði við
slæma drenginn: »Viltu, þegar þér er illt i
munninum, að snæri sé bundið ofan í sárið?
Þú átt aldrei að gera öðrum það, sem þú vilt
ekki láta gera þér!«
Slæmi drengurinn sagði: »Þetta er hestur,
sem þig varðar ekkert um.«
»Jú! Mig varðar um allt, og eg á að laga
allt, sem hægt er að laga. Veröldin er eins
sköpuð fyrir mig eins og fyrir þig, og guð hefir
skapað slcepnuna eins og þig og mig, og vill,
að henni líði vel.«
»En hesturinn getur ekki kært mig eins og
þú,« sagði slæmi drengurinn.
»J ú! Hann getur kært þig fyrir guði, og all-
ar skepnur, sem þú ferð illa með, geta það,«
sagði góði drengurinn, »því að hestarnir hneggja
og skilja hverjir aðra, og hver skepna hefir sitt
mál; og heldurðu ekki, að guð, sem gaf þeim
þetta mál, skilji það? lieldurðu, að hann skapi
nokkuð, sem hann skilur ekki og þekkir ekki?
Þetta líf líður skjótt bæði fyrir mönnum og
skepnum, og þú veizt þá ekki, hvað tekur við,
og hversu þú verður dæmdur fyrir að farailla
með skepnurnar.«
Slæmi drengurinn fór nú af stað og teymdi
hestinn, sem nú var orðinn góður í taumi, og
hann skammaðist sín fyrir, hvað slæmur hann
var.