Tíbrá - 01.01.1892, Side 20

Tíbrá - 01.01.1892, Side 20
16 amma henuar hafði sagt: »Þú hefir aldrei sagt mér ósatt.« Hún sagði við sjálfa sig: »Jú! eg sagði henni ósatt, og ef hún vissi það, þá mundi hún aldrei framar trúa mjer.« Þegar þær voru komnar á græna flöt inni í skóginum, hlupu leiksystur hennar hingað og þangað til að skemmta sér, en Súsanna sat í grasinu og óskaði, að hún væri komin heim, til þess að játa fyrir ömmu sinni yfirsjón sina. Eptir litla stund kallaði Rósa: »Nú skulum við búa krans til úr fjólunum, og setja hann A höfuðið á þeirri, sem er bezt í hópnum.« Júlíana, ein þeirra, sagði: »Það verður hægra nð búa kransinn til, en að skera úr, hver er hæf fyrir að bera hann.« Rósa sagði: »Því segir þú þetta? Er ekki sagt, að Súsanna sé bezta stúlkan í skólanum og hlýðin heima? Iíún skal fá hann.« »Já, Súsanna skal fá kransinn,« sögðu nú hinar stúlkurnar, og fóru nú að búa hann til, og gekk það fljótt úr hendi. »Nú, Súsanna!« kallaði Rósa. «Láttu hann á höfuðið á þér. Þú átt að vera drottning hjá okk- ur.« Þegar þær sögðu þetta, settu þær krans- inn á höfuðið á henni. Súsanna greip hann, kastaði honum á jörðina og sagði: »Búiðengan krans til handa mér; eg á hann ekki skilið.« Leiksystur hennar horfðu forviða á hana. »Eg sagði henni ömmu minni ósatt,« sagði

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.