Tíbrá - 01.01.1892, Page 28

Tíbrá - 01.01.1892, Page 28
24 Litla kisa óánægð. »Því ertu að klippa af mér kampana?« sagði kisa stygglynd við Ástríði litlu, sem sat með hana í hnjánum og ætlaði að stýfa kampa henn- ar. »Eg ætla að gjöra þig fallega, eins og hann pabba minn,« sagði Ástríður litla. Hann rak- aði kampana sína í gær, og mamma sagði, að hann væri miklu fallegri.«—»En það, sem er gott fyrir hann pabba þinn, er ekki gott fyrir mig,« sagði litla kisa. »Eg er lika búin að stýfa af mér hárið«,sagði Ástríður litla, og greip upp í spéskorna hárið sitt, og eg hélt, að þér þætti líka gaman að verða klippt.«—»Nei! Mér þykir það ekki gam- an,« sagði kisa, og brauzt svo fast um, að hún klóraði Ástríði litlu á handarbakið. »Því reifstu migtilsvona, ótætið þitt?« sagði hún hálfskælandi. »Af því að þú ert að gera mér illt,« sagði kisa. »Er þá illtað vera fallegur?« sagði Ástríður. »Eg verð ekkert fallegri fyrir það, því að kamparnir mínir eru svona gjörðir. Þeir vaxa ekki, eptir að eg er orðin stór, eins og hárið á þér og skeggið á honum pabba þínum.« »Iívers vegna vaxa þeir þá ekki?« spurði Ástríður. »Af því að þeir eru mátulega langir eins og

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.