Tíbrá - 01.01.1892, Side 29
25
þeir eru, og eg verð að hafa þá eins og þeir
eru gjörðir í fyrstu.«
»Því raá eg ekki klippa dálitið af þeim?«
spurði Ástríður.
»Af því að eg get þá ekki veitt mýsnar.*
»Því þá ekki það? Þú veiðir þær ekki með'
kömpunum.«
»Ekki með kömpunum, en það er þó þein>
að þakka, að eg get veitt þær. Eg verð svo
opt að elta þær inn í holur og fylgsni, og eg-
finn með kömpunum, hvar eg get komizt á
fram. Annars ræki eg mig á. Eins og þú
þreifar þig á fram með höndunum, þannig þreifa
eg mig á fram með kömpunum.«
Ástríður fór nú að skilja, til hvers kamparn-
ir voru ætlaðir, sleppti kisu og sagði við mömmu
sína:
»Er það satt, að kisa þreifi sig á fram með
kömpunum ?«
»Jú, alveg satt, barnið mitt!« sagði mamma.
hennar. »Eða til hvers heldurðu að hún hafi
fengið þessa kampa?«
»Eg veit það ekki, mamma mín.«
»Guð skapar ekkert, sem er ónauðsynlegt,.
barn mitt! Þess vegna máttu aldrei meiða.
dýrin að þarflausu, því að þau þurfa eins og
þú og eg á öllum sínum kröptum að halda.«
Ástríður hugsaði sig þegjandi um, lagði nið-