Tíbrá - 01.01.1892, Page 29

Tíbrá - 01.01.1892, Page 29
25 þeir eru, og eg verð að hafa þá eins og þeir eru gjörðir í fyrstu.« »Því raá eg ekki klippa dálitið af þeim?« spurði Ástríður. »Af því að eg get þá ekki veitt mýsnar.* »Því þá ekki það? Þú veiðir þær ekki með' kömpunum.« »Ekki með kömpunum, en það er þó þein> að þakka, að eg get veitt þær. Eg verð svo opt að elta þær inn í holur og fylgsni, og eg- finn með kömpunum, hvar eg get komizt á fram. Annars ræki eg mig á. Eins og þú þreifar þig á fram með höndunum, þannig þreifa eg mig á fram með kömpunum.« Ástríður fór nú að skilja, til hvers kamparn- ir voru ætlaðir, sleppti kisu og sagði við mömmu sína: »Er það satt, að kisa þreifi sig á fram með kömpunum ?« »Jú, alveg satt, barnið mitt!« sagði mamma. hennar. »Eða til hvers heldurðu að hún hafi fengið þessa kampa?« »Eg veit það ekki, mamma mín.« »Guð skapar ekkert, sem er ónauðsynlegt,. barn mitt! Þess vegna máttu aldrei meiða. dýrin að þarflausu, því að þau þurfa eins og þú og eg á öllum sínum kröptum að halda.« Ástríður hugsaði sig þegjandi um, lagði nið-

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.