Tíbrá - 01.01.1892, Side 34

Tíbrá - 01.01.1892, Side 34
30 Litla kisa át nú músina, og mamma lienn- ar sagði: »Vertu ekkert hrædd, litla kisa min! því að þegar eg átti að byrja að vinna fyrir mér, eins og þú núna, þá var svona dreginn úr mjer kjarkurinn. En eigi að siður hefi eg á hverjum degi aflað mér nægilegrar fæðu, og það munt þú líka geta. Nú máttu enn vera dálitinn tíma hjá mér. En fyrir sól- arupprás á morgun skaltu fara út á engjar; þar eru margar mýs og fáir að veiða þær«. Litla kisa hresstist við þetta og var kyrr hjá mömmu sinni um stund. Nú fór hún út á engið, sem allt glitraði af Ijómandi fallegri perludögg. Litla kisa hristi við og við litlu fæturna sína, því henni féll döggin ekki vel. Nú hitti hún þarna tóu, sem var að ganga til og frá, urrandi og nöldrandi, og tók ekki eptir neinu. Litla kisa sagði við hana, hrædd og auðmjúk: »Hvað gengur að þér, góða tóan mín! fyrst þú lætur til svona?« »Ótætis krákurnar hafa nýlega fundið músa- bú með sex músaungum, Eg fann það fyrst og ætlaði að láta þá stækka dálítið og lét það þvi vera. En nú hafa krákurnar stolið þeim öllum frá mér. Eg vildi óska, að eg hefði undir eins étið þá«. Þá gekk litla kisa aptur heim og sagði: »Eg

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.