Tíbrá - 01.01.1892, Side 38
34
tóni. Nú þegar Hinrik sá ekki þann, sem tal-
áði í skóginum, hljóp liann lieim til pabba síns,
og sagði honum um slæma drenginn, sem hefði
falið sig inni í skóginum og nefndi sig öllum
illum nöfnum.
»Hinrik minn!« sagði faðir lians, »þú hefir
einungis heyrt bergmál þinna eigin orða. Þú
hefir fyrst talað ljótu orðin. Ef þú hefðir mælt
vel og kurteisislega, þá mundir þú liafa feng-
ið góð og kurteis orð aptur. Góð orð færa
gott bergmál«.
Ráövandi drengurinn.
(Þýtt).
Einu sinni fór maður nokkur með fulla körfu
af eplum til að selja, og bar hana á höfðinu,
svo sem margir gjöra í öðrum löndum.
Iiann tók eptir því, að nokkur epli duttu
niður á götuna, en drengur, sem fór sama veg-
inn, tók þau upp og kallaði: »Hérna hefirðu
týnt nokkrum eplum«.
Maðurinn stóð við og drengurinn fékk honum
eplin. Maðurinn þakkaði honum fyrir og tók
við eplunum. »Og nú máttu«, sagði hann,
»velja þér bezta eplið úr körfunni minni«, og
setti hana niður. »Veldu þér gott epli, því að
þú ert ráðvandur drengur«. Drengurinn valdi
sér eplið, þakkaði fyrir það og maðurinn fór
sína leið.
J