Tíbrá - 01.01.1892, Side 40

Tíbrá - 01.01.1892, Side 40
36 — »Hann hatði mörg, — mjög mörg. Áður en hann kom inn, þurrkaði hann af fótunum á sér og lokaði hurðinni á eptir sér, sem sýnir, að hann er reglubundinn og hreinlegur. Þegar gamli, halti maðurinn kom inn, iéði hann honum undir eins sætið sitt; það bendir á, að hann cr bæði hugull og hjartagóður. Eg lagði af ásettu ráði bók á gólfið, áður en drengirnir komu inn. Allir hiriir stigu yfir hana eða spyrntu henni af veginum, en hann tók hana upp og lagði hana á borðið. Þetta sýnir, að hann er umhugsunarsamur. Hinir drengirnir stjökuðu hverir öðrum, til að komast að. En hann beið með stillingu, þangað til að eg kallaði á hann. Þetta sýnir, að hann er kurteis. Þegar eg fór að tala við hann, tók eg eptir þvi að fötin hans voru vel bustuð, hárið vel greitt og tennurnar snjóhvitar. Og þegar eg lét hann skrifa nafnið sitt, sá eg, að ekkert skarn var undir nöglunum á honum, eins og á fallega drengnum í bláu treyjunni. Og ef þú kallar ekki þetta gott meðmæling- arbréf, þá gjöri eg það. Eg byggi meira á því, að virða drenginn fyrir mér í tíu mínút- ur, en á góðu meðmælingarbréfi«. Lffið saman stendur af eintómum smá-atvik- um, en þau falla saman í eina heild, og skapa

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.