Tíbrá - 01.01.1892, Page 43
39
Saimsog’li drengurinn.
(Þýtt).
Það var einu sinni ofboðlítill drengur, sem
hét Georg. Faðir hans gaf honum litla öxi til að
leika sér að. Georg þótti vænt um öxina og
fór með hana út í aldingarðinn og hjó með
henni í allt, sem fyrir honum varð. Seinast
kom hann að ungu ribsberjatré, fór að reyna
öxi sína á því sem öðru og lijó í það djúpar
skorur, sem gersamlega skemmdu það. Iíann
mundi ekkert eptir því, að faðir hans hafði
gróðursett sjálfur þetta tré og þótti mikið vænt
um það.
Skömmu síðar kom faðir hans inn í garðinn,
sá liversu uppáhaldstréð hans var útleikið, og
gramdist það.
»Georg!« sagði liann byrstur við son sinn.
»Hver heíir gert þetta?«
Margur drengur hefði sagt: »Eg veit það
ekki«, og hefði þannig komið skuldinni á sak-
lausa. En Georg gerði það ekki. Hann leit
framan i föður sinn með tárin í augunum og
sagði: »Eg kann ekki að skrökva, faðir minn!
Eg gerði það«.
Þessi góði drengur var ekki hræddur við að
segja sannleikann, þótt hann yrði ef til vill að
sæta refsing. En faðir hans fyrirgaf honum
íúslega þessa yíirsjón og sagði: »Eg vil held-