Tíbrá - 01.01.1892, Side 44

Tíbrá - 01.01.1892, Side 44
40 ur missa þetta tré, en að eiga son, sem er lygari*. Þessi drengur var Georg Washington, forseti Bandaríkjanna í Ameríku, og einn af merk- ustu mönnum heimsins. Sá getur aldrei orðið mikill maður, sem er ósannsögull og huglaus. Ærin og' lambið. (Þýttj. Einu sinni var drengur að ganga úti, og sá, að kind gekk til sín, fór þá aptur fáein fet, snöri sér þá við, horfði framan í hann og jarm- aði hátt. Drengurinn hafði aldrei séð kind haga sér þannig, og af því að hann vildi komast eptir, hvað hún vildi, elti hann hana. Þau héldu á fram, en við og við snöri kindin sér við til að sjá, hvort drengurinn kæmi með sér. Loksins komu þau að á, og drengurinn sá, að ofboðlítið lamb var niðri í ánni við bakk- ann og gat ekki komizt upp úr henni Drengurinn lagðist niður á bakkann og dró lambið upp úr, og ærin gladdist mikið yfir að fá lambið sitt aptur.

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.