Tíbrá - 01.01.1892, Síða 45

Tíbrá - 01.01.1892, Síða 45
41 Góðu englarnir. (Þýtt). Eina kalda vetarnótt gengu tvær otboðlitl- ar stúlkur út, til að leita að föður sínum. Það var svo mikill stormur, að þær réðu sér varla.. Þær flýttu sér eins mikið og þær gátu og leiddust, til þess að verða sterkari fyrir vind- inum; göturnar voru dimmar og enginn maður á þeim. En þær óttuðust ekki. Föðurástin fyllti svo björtu þeirra, að þar var ekkert rúm autt fyrir hræðslu. Þegar þær höfðu lcngi gengið þannig, námu þær staðar fyrir framan hús; þar brann ljós fyrir utan dyrnar, og stórt spjald með gylltum stöfum var yfir dyrunum. Það var óvanalegt, að litlar stúlkur kæmu þangað, og það á þessum tíma. Þær stóðu kyrrar stundarkorn, luku þá upp grænu hurð- inni og gengu inn í stórt og fagurlega upp- ljómað herbergi. Maður sat þar við borð og var að lesa^ Hann leit upp og sagði, þegar liann kom auga á þær: »Litlu stúlkurnar eru þá komnar hing- að aptur’ Komið, stúlkur litlu!« Þær námu staðar og horfðu á hann. Hana benti þeim að koma og þær gjörðu það. »Eruð þið að leita að föður ykkar?« spurði hann. »Já!« sögðu þær.

x

Tíbrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.