Tíbrá - 01.01.1892, Page 54
60
hún sjálf og herbergið sitt liti ekki vel út, og
bætti undir eins úr því, því vatnið er svo ó-
dýrt, að allir geta veitt sér það.
Þessi saga sýnir, hversu tvö hús með inn-
byggjöndum þess tóku stakkaskiptum við hreint
andlit á einum fátækum skóladreng.
Börn, eins og fullorðnir, ættu æfinlega að
gefa af sér gott eptirdæmi. Vér vitum aldrei,
hversu miklu góðu má koma til leiðar á þann
hátt, og vér getum heldur aldrei metið, liversu
miklu illu eitt einasta vont eptirdæmi getur
komið til leiðar.
En eitt er víst, börn mín! að dyggðugt fram-
ferði verkarþúsund sinnum kröptugra á mann-
leg hjörtu, en hin sköruglegasta ræða. Guð
einn er fær um að dæma um, á hvern skuld-
inni verður hrundið að lokum, hvort heldur á
hneykslarann eða þann, sem hneykslaður er.
111 eptirdæmi, á alla grein
eru samlíkt við mylnu stein;
viljir þú vera af fári frjáls,
festu hann aldrei þér við háls;
í guðsótta frá þér glæpum hrind;
— góð vertu öðrum fyrirmynd.
(H. P.)
Upp á líf og dauða.
»Hvar eigum við að fara yfir ána?« spurði