Tíbrá - 01.01.1892, Side 55
61
Sigurður föður sinn, þegar þeir riðu úr hlað-
inu, þvi að á vegi þeirra var stór og straum-
hörð á.
»Hvar sem við viljum, drengur minn!« sagði
faðir hans. »Það er öllum frjálst, og það eru
mörg vöð á henni«.
»En eru þau þá öll jafngóð«. — »011 nema
eitt. En það er langt í burtu, og þess vegna
vilja margir fara stytzta veginn«.
»Eg vil líka fara stytzta veginn«, sagði Sig-
urður.
»Upp á líf og dauða?« spurði faðir hans. .
»Upp á lif, faðir minn! Eg er enn svo ung-
ur, að mig langar til að lifa».
»En öll vöðin eru farin upp á líf og dauða
nema eitt«.
»Hvernig stendur á því?«
»Það stendur svo á þvi, að áin breytir sér
á stundum. Sandbleytur og hvörf eru í henni
sumstaðar, sem enginn getur varazt. Hugsaðu
þig nú um, hvar þú vilt fara yfir um hana«.
Sigurður þagði og hugsaði sig um. »Eg vil
ekkert eiga á hættu», sagði hann. »Eg vel
þann veg, sem er hættulaus*.
»Jæja þá, drengur minn! Komum við þá«.
Þeir riðu langt niður með ánni.
»Hvar er nú góða vaðið?« spurði Sigurður.
«Hérna niðri i víkinni«, og þeir komu að
velbyggðum ferjubát.
4*