Tíbrá - 01.01.1892, Page 57

Tíbrá - 01.01.1892, Page 57
53 læra utan að. Eg vildi óska, að öll orð væru þýðingarlaus. Eg held, að eg verði þá að fara að byrja á að læra þau: f-a-n-g: fang e-l-s-: els: fangels -i: fang- elsi; það er hús, sem afbrotamenn eru settir í; því kalla þeir það ekki eins vel skóla, því að hann er fangelsi. Eg veit það. S-t-r-a-f-f: straff. Eg veit, hvað það orð þýðir; eg þarf ekki að læra það á bókina. 0, þessar leiðinlegu námsgreinar! Eg get aldrei lært þær. Á: n-æ-g-j: ánægj -a: ánægja; það, sem maður hefir þóknun á. Jú, eg veit, hvað ánœgja þýðir; það að sveifla sér á garðs- hurðum og fara í knattleiki. Eg þori að segja, að ef Jón Grant heyrði til mín, mundi hann kalla það mestu ánægjuna að fá nýja bók. Lesa, lesa, lesa! Eg hata allan lestur. Þegar eg verð fullorðinn maður, skal eg aldrei líta í bók. 0, hvað eg vildi óska, að eg væri orð- inn fullorðinn«! Nú varð litli drengurinn fullorðinn. »Já, nú er eg orðinn fullorðinn, og það er ógæfa mín mesta, að eg var svo Óhygginn í æsk- unni. Eg hataði bækur mínar, og kostaði meira kapps um að gleyma námsgreinum mín- um en nokkru sinni að læra þær. Faðir minn sagði: »Jakob minn! Stundaðu lærdóminn. Annars verður þú til einkis nýtur á fullorðins- árunum«.

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.