Tíbrá - 01.01.1892, Side 60
56
svo sem foreldrar gera börn sín misjafnlega
úr garði. En nú ætlaði hann að verða mælsku-
maður, og sá, sem ætlar sér að halda opinber-
ar, áhrifamiklar ræður, verður að koma vel
fram. Augun verða jafnan að hafa nokkuð.
Hvað haldið þið, að hann hafi tekið til bragðs
til þess að laga þessa vöntun?
Hann gekk opt og mörgum sinnum inn í her-
bergið sitt. Þar stóð ofurstór spegill, og hann
lagaði limaburð og látbragð sitt frammi fyrir
honum, þar til er hræringarnar urðu liðugar
og geðslegar.
»Hvað fékk hann svo að launum?« munuð
þið spyrja.
Það, að hann hefir áunnið sér ódauðlegt nafn
fyrir orðsnilld og mælsku gegn um allar aldir,
og er þar að auki talinn einn með hinum beztu
og drenglundustu mönnum, sem lifað hafa, og
það er enn meiri heiður.
Enginn getur kallazt mikill maður, sem ekki
er jafnframt góður maður.
Gott sjálfstraust.
Eg mætti litlum dreng, sem bar svo þungan
poka á bakinu, að eg hélt, að litla veika bakið
mundi láta undan, og sagði því viðhann: »Þetta
er ofþungur poki fyrir þig að bera, barnið
mitt!«
Hann setti pokann á stein, lypti honum hærra