Tíbrá - 01.01.1892, Page 66

Tíbrá - 01.01.1892, Page 66
62 Einn nagli týndur. (Þýtt). Páll fór til náiægs bóndaþorps til þess að borga nokkuð af landskuldinni sinni. Þá er hann fór á bak, tók hann eptir þvi, að einn naglann vantaði í eina skeifuna undir hestinum hans. »Það eru smámunir,« sagði hann. Eg nenni ekki að fara af baki aptur. HestuAnn kemst áfram, þó að einn einasta nagla vanti.« Og svo fór hann af stað. Þá er hann hafði riðið þrjár mílur, sá hann, að skeifan var týnd. Hann hugsaði með sér. »Eg gæti látið setja skeifuna undir hann hjá næsta járnsmið. En það dregur of mikið í tímann. Eg get riðið honum alla leið, þótt hann vanti þessa skeifu.« Þá er hann var kominn nokkuð lengra, stakkst þyrnir upp i hófinn, og særði liestinn mjög. Eg læt binda um fótinn á honum, þegar ferðinni er lokið,« sagði Páll — »þangað er ekki nema rúm míla vegar.« Litlu siðar missteig hesturinn sig og datt. Páll hrökk af baki og öxlin á honum fór úr liði. Hann var borinn inn í næsta hús, lá þar og gat ekki hrært sig í tíu daga. Hesturinn varð lítt nýtur eptir þetta. Páll eyddi löngum tima til ónýtis, varð að borga mikið fyrir leg- una og líða miklar kvaiir.—»Allt þetta verð eg að þola,« sagði hann, »sökum lítilQörlegs skeyt- ingarleysis. Ef eg hefði sett naglann í skeif-

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.