Tíbrá - 01.01.1892, Page 71
67
því ómögulega. Veturinn getur orðið góður, og
þá dugar mér heyið.« Oghann lét öll lömbinsín
lifa.
Nú kom veturinn, frostin og snjóarnir og hríð-
arnar. Aldrei var jörðin auð, en einlægtgekk
á heystabbann. Nú var farið að minnka gjöf-
ina við þau og veslings lömbin fengu ekki að
borða nægju sína. Allir höfðu nóg með sig og
enginn gat hjálpað. Jakob litli fékk sjálfur
nóg að borða, en litlu vinirnir hans voru hungr-
aðir. 0, hvað hann tók sér það nærri! Aldrei
vildi náttúran rétta honum hjálparhönd með
þiðviðri eða regnskúr. Hún lætur ekki hafa
sig fyrir leiksopp. Nú kom vorið. Það var
líka hart. Lömbin voru mögur og aumingja-
leg. Jakob grét yfir þeim, en hann gat nú
ekki annað.
Einn morgun gekk hann i lambahúsið að
skoða lömbin sín. Það lá eitthvað þungt innan
við hurðina. Hann lagðist á hana af öllurn
kröptum og komst inn. Hvað var það'? Það
var hún Mókolla hans, mesta uppáhaldið. Hún
var dauð,— dauð af bjargarleysi. Hann grét
fögrum táruin. í heila viku hrundu tár hans nið-
ur, eitt á fætur öðru, svo að harm átti ekkert
ePtir. Þegar nágrannarnir fóru að rýja kind-
urnar sínar um vorið, sat hann niðurlútur af
harrni yfir missi sínum.
Pabbi hans sagði: »Heldur þú nú ekki, að
5*