Tíbrá - 01.01.1892, Side 73

Tíbrá - 01.01.1892, Side 73
69 Jakob sat lengi utan við sig og lofaði hátið- lega, að láta aldrei framar skepnurnar sínar deyja úr hungri, og hann hélt það. Þá er liann eltist, átti hann fallegt fé og vel útlítanda. Vandaðu þig í öllu! Það er ljótur vani, sem sumar stúlkur og drengir hafa, að segja, að þetta eða það sé »nógu gott« »nógu vel gert.« Ekkert er nógu gott, nema það sem er gott. Þeir, sem eru vandvirkir, fá æfinlega heldur vinnu en þeir, sem ekki eru vandvirkir. Þeim er trúað betur, og allir þeir, sem ætla sér að komast á fram í lífinu, verða að hafa traust annarra manna, og tll þess er vandvirknin nauðsynleg. Þegar þú sópar gólfið, þá áttu að sópa úr öllum hornunum og undan hverjum hlut, þó að þú búist ekki við, að neinn gæti að því. »Hreint er hreint,« þótt enginn maður sjái það. Með því að gera allt vel, festir vandvirknin svo djúpar rætur í eðli þínu, að hún verður þér eiginleg, verður þitt annað eðli, og það, sem er vert að gera, er vert að gera vel. Sjáðu blóminájörð- unni. Þau eru eins lýtalaus, sem eru uppi á hæstu fjöllum, þangað er fáir koma, og þau, sem eru niðri á láglendinu fyrir allra augum. Guð gerir allt vel, þótt ekkert mannlegt auga sjái það.

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.