Tíbrá - 01.01.1892, Síða 74
70
Paradísarfuglarnir.
Paradísarfuglarnir eiga heima í eynni Nýju-
guineu, sem liggur undir miðju hitabeltinu suður
af Malakka, og þar liggja margar fleirieyjar, sem
mynda nokkurs konar keðju rnilli austurálf-
unnar og eyjaálfunnar. Margar af þessum eyj-
um eru þaktar risavöxnum skógi frá sjóarmáli
til fjalla. Ibúar þessarra eyja kalla fugla þessa
guðsfugla eða paradísarfugla, af því að þeir
lialda, að þeir séu hið fallegasta af öllum verk-
um guðs; meðfram lika af þvi, að öndverðlega
hugsuðu þeir, að fuglinn nærðist á dögg him-
insins og stigi aldrei fæti sínum á jörðu. En
síðar er kunnugt, að hann lifir af fiðrildum o.
fl., og hvílir sig á trjágreinum, þegar veður er
gott. En er hin stormasama rigningatíð kemur,
svo sem vanalegt er í heitu löndunum, þá flýg-
ur hann til annarra landa, svo sem máríátl-
urnar heim til okkar á vorin. Aður en þeir
leggja í langferð, kjósa þeir sér forustufugl úr
flokki sinum, til þess að í'áða ferðinni, rétt eins
og forustusauðirnir og forustuærnar lijá okkur
leiða féð í liaganu og heim ákvöldin. Þeirfylgja
svo þessum leiðtoga sínum, sem fer með þá vana-
lega á móti veðrinu, svo að fjaðraskraut þeirra,
sem er svo mikið um sig, fjúki ekki fram yfir
höfuðið á þeim, og tálmi flugi þeirra. Er þetta
ekki mikil fyrirhyggja, börnin mín?
Þegar þeir svo taka sér náttstað i einhverj-