Tíbrá - 01.01.1892, Side 75

Tíbrá - 01.01.1892, Side 75
71 um skógi, sezt hann á grein hátt uppi yflr fé- lögum sínum, bæði til þess að sjá, ef einhverja hættu ber að höndum, og svo veit hann, að hann er konungurinn þeirra. þegar rigningatíðin er úti, flnna þeir það á sér, og fljúga þá á sama hátt heim aptur, því að heima vilja þeir helzt vera. Paradísarfuglinn er mjög skrautlegur. Höf- uðið og hálsinn eru á að sjá sem gull, sem breytir sér í alla regnbogans liti, á meðan mað- ur horflr á það. Stjelið er gult og livitt, iíkt silfri og gulli, langt og mikið, og ber sjálfan fuglinn, sem ekki er stærri en dúfa, því nær ofurliði. Um Jóhannes postula. (Austræn munnmælasaga.) Þá er Jóhannes postuli var kominn út í eyna Paþmos, sem er lítil klettaey við strendur Litlu- asíu, leiddist honum einveran og fór að gráta. Þá komu til hans tveir guðs englar og sögðu: »Iíví ertu að gráta, góði maður?« Hann svaraði: »Af því að eg fæ ekki að vera hjá Jesú píslarvottum, sem eru nú þjáðir í Efesus. Mig langar til þess að taka þátt í kjörum þeirra og hugga þá.« Þeir svöruðu: »Vér skyldum gefa þérvængi, ef vér orkuðum þvi; en vér skulum gleðja þig, svo sem vér getum, guðsmaður!«

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.