Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 41
SkuKogarinn JÓN VÍDALÍN, sem Meitillinn gerir út, en nokkrir skuttogarar eru nú
gerðir út frá Þorlákshöfn.
Keyptir voru fimm þilfarsbátar
og einn 100 tonna bátur. Annars
skammtaði höfnin stærð bátanna,
og voru þeir 20—30 tonn hver.
Minni bátamir lágu fyrir leg-
ufærum, en stærri bátar voru á
útilegu.
Næsti áfangi er svo að árið 1960
en þá byggði Meitillinn hrað-
frystihús.
Annar þáttur hafnarsögunnar
var sá, að Sambandið setti
snemma upp fóðurblöndunarstöð
og landaði fóðurvörum, og Olíu-
félagið hf. setti upp olíugeyma og
sendi olíu með skipum til Þor-
lákshafnar, en mikið hagræði var
að geta landað vamingi og skipað
út vörum í Þorlákshöfn. Var t.d.
mestu af föngum Búrfellsvirkjun-
ar skipað upp í Þorlákshöfn, svo
dæmi séu nefnd um almennt gildi
hafnarinnar á þessum árum.
Þá var Þorlákshöfn notuð til
mjólkurflutninga út í Vestmanna-
eyjar og er enn.
Takmarkinu náð —
Höfnin fullgerð
Árið 1960 voru miklar fram-
kvæmdir á vegum sýslufélaganna,
sem nú áttu Þorlákshöfn. Fengið
var lánsfé með ríkisábyrgð, en ár-
ið 1965 var Þorlákshöfn gjörð að
landshöfn. Síðaner svo lokið við
hafnargerðina með stórátaki í
kjölfar Vestmannaeyjagossins.
Benedikt Thorarensen lýsir
þessu svo í grein er hann ritaði í
Sjómannablaðið Víking árið
1978:
„Eftir eldgosið í Heimaey í jan-
úar 1973, leit helzt út fyrir, að
Þorlákshöfn yrði að taka við hluta
Vestmannaeyjaflotans, og opnuð-
ust þá möguleikar á lántöku hjá
Alþjóðabankanum til uppbygg-
ingar hafnarinnar í Þorlákshöfn.
Höfnin var þá reyndar þegar allt-
of þröng orðin fyrir heimaflotann,
en skipin stækkuðu og þurftu
meira pláss.
Gifta hafnar heilags Þorláks var
mikil morguninn eftir gosnóttina,
þegar um 5000eyjaskeggjar kom-
ust hér á fastalandið slysalaust
með fiskibátum sínum og ann-
arra, þ.á m. bátum héðan, sem legið
höfðu í Eyjum daginn áður vegna
óveðurs. Frá kl. 8 árdegisfram yfir
hádegi munu hartnær 1 þús.
manns á klukkustund hafa stokk-
ið uppá bryggjurnar hér. Það var
mikið lán.
Verksamningur um gerð nýrrar
hafnar var undirritaður við ístak
h.f. 9/10 ‘74, og þegar hafist
handa. Á 'verðlagi þess árs átti
verkið að kosta um 710 millj. Er
óhætt að segja, að þetta vanda-
sama verk hafi í öllum meginatr-
iðum gengið samkvæmt áætlun.
1975 síðla hausts var lokið hættu-
legasta áfanga hafnargerðarinnar,
Suðurvarargarðs. Alls fóru í gerð
beggja hafnargarðanna um 2900
steinakkeri (dolosar) sem vega
hver um níu lestir eða alls 26.000
tonn. Um 380 þús. rúmmetrar af
grjóti, af ýmsum ákveðnum
stærðum fóru í garðana. Þá var
I
Meitillinn, fvrsta fiskiðjuverið í nútímastíl í Þorlákshöfn.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39