Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 74
70
GRIPLA
af Klemusi, því þeir hræddust heitingu hans. Sýslumaður óskaði dóms
og álita dómsmanna, hvort sér væri vítalaust og leyfilegt að taka Klemus
til járna. Dómsmenn vísa um þetta atriði til réttarbótar Hákonar kon-
ungs, sem tali um þá menn sem heitist við sýslumann eða við þá sem
honum til réttarins fylgja,7 og til alþingissamþykktar 1630, sem tali um
slíkt efni í viðlíkan máta, og álykta þeir að sýslumanni sé vel forsvaran-
legt og jafnvel skyldugt að hann taki Klemus til fanga og hafi í haldi, á
meðan sent yrði til Magnúsar Jónssonar lögmanns og fenginn endan-
legur úrskurður hans um þetta atriði; en sýslumaður setji erlegan mann
til að vera í eiðvætta útréttingu vegna Klemusar. Undir dóminn skrifa
níu dómsmenn með eigin hendi, Þórður Arason, Magnús Erlendsson og
Björn Jónsson handsala, en sýslumaður samþykkir dóminn með þeim og
lögsemur með undirskrift sinni.
Galdramál Klemusar Bjarnasonar kom að nýju fyrir á þriggja hreppa
þingi að Hrófbergi 25. apríl 1690, og voru eftirtaldir menn nefndir í
dóm af Rögnvaldi sýslumanni Sigmundssyni: Pétur Pálsson, Magnús
Björnsson, Asgeir Sigurðsson, Páll Gunnlaugsson, Jón Magnússon,
Andrés Magnússon, Gísli Ásgeirsson, Ólafur Þórarinsson, Eiríkur Ind-
riðason, Steinn Magnússon, Jón Jónsson, Þórður Arason. Magnús Jóns-
son lögmaður hafði gefið þann úrskurð, að Klemus skyldi haldast í
fangelsi, þar til mál hans væri til lykta leitt. Gat hann því ekki sjálfur
verið í eiðvætta útvegun sinna vegna, og átti sýslumaður eftir Hróf-
bergsdómi að nefna mann til þess. Hafði hann nefnt þrjá menn, Árna
Vigfússon lögréttumann og Magnús Björnsson og Pál Gunnlaugsson
hreppstjóra, sem skyldu útvega Klemusi Bjamasyni eiðvættin hver í
sínum hreppi, fangavotta jafnt sem nefndarvitni. Komu þessir menn fyrir
dóminn og sögðust fullkomlega og alvarlega og með kostgæfni hafa
leitast við að fala og fá eiðvættin honum Klemusi til meðsönnunar, og
hafi þau með öllu afsagt að sanna tildæmdan eið með honum. Þetta
staðfestu tilnefnd eiðvætti sem nálæg voru og lýstu því að þessa væri ei
framar við sig að leita. Þessu næst lagði sýslumaður fram eiðstafinn, sem
hann hafði tilsett að Klemus skyldi afleggja, ef hann kæmi honum fram,
og var svofelldur:
Til þess legg eg Klemus Biarnnason hónd a helga bök og þad seige eg gude almatt-
ugumm ad eg hefe alldrei a æfe minne huórke fir nie seirna galldur edur fiólkynge
lært, haft edur framid, og alldrej hef eg skada, mein, edur tiön, nockumn tyma
giórt huorke mónnum nie penynge leint eda liöst, med galldre eda fiólkýnge, eda
7 Hér mun vera átt við réttarbót frá 27. maí 1303. ísl. fornbréfasafn II 336-39.