Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 278
274
GRIPLA
eru dregnar saman líkur fyrir því, að Jón lærði hafi samið ritið. Sú
röksemdafærsla verður ekki endurtekin hér í smáatriðum. Henni má
skipta í tvennt, ytri rök, það sem rit annarra manna og ytri aðstæður
gefa til kynna um höfundinn, og innri rök, þ. e. þau efnisatriði, sem eru
sameiginleg Að fornu og öðrum ritum Jóns lærða. Af ytri rökum eru
sterkust þessi tvö atriði: Þormóður Torfason segir í bréfum til Guð-
mundar Ólafssonar í Svíþjóð 20. apríl 1691 og 26. maí 1692, að fást
kunni ‘commentarjum’ Jóns lærða og Björns á Skarðsá yfir Brynhildar-
ljóð.15 í framhaldi af þessum bréfaskriftum varð til fyrrnefnt handrit,
38, uppskrift Ásgeirs Jónssonar, m. a. á tvennum skýringum á Bryn-
hildarljóðum. Eins og áður sagði er tekið fram í titli annarra skýring-
anna, að Björn á Skarðsá hafi samið þær, en hinar hljóta þá að vera
þær sem Þormóður Torfason taldi Jón lærða hafa samið. Skýringar
Jóns lærða á Brynhildarljóðum hljóta þá að vera þetta rit Að fornu.
Þormóður hefur með öðrum orðum gert sér ljóst, að þessar skýringar
voru hvorar eftir sinn höfundinn. Einnig er fremur ósennilegt, að sami
maður hafi skrifað og látið frá sér fara á svipuðum tíma tvö gjörólík
rit um sama efni.
Af innri rökum er það helst, að miklar efnislíkingar eru við Saman-
tektir, en mun minni við önnur rit Jóns lærða. Þetta má skýra best svo,
að Jón hafi skrifað Að fornu eftir að hann lauk við Samantektir. Hér
verða tekin þau atriði, sem virðast sterkustu rökin fyrir því, að Jón
lærði hafi samið Að fornu. Undir lok ritsins Að fornu (1867: 170) er
síðari hluti 2. erindis Völuspár svohljóðandi:
‘ix man eg heima,
ix Jvidiur,
Mötvid mærann,
fyrer molld Nedann.’
Þessi vísuhelmingur er líka í öðru riti Jóns lærða, Tíðfordrífi (AM. 727
II, 4to: llv), og er nákvæmlega eins á báðum stöðum. Notað er orðið
íviðjur sem í Hauksbók, og mótvið er á báðum stöðum, en sá lesháttur
er hvorki í Konungsbók né Hauksbók, heldur er í þeim báðum orð-
myndin mjötvið. Orðafar runnið frá þessari vísu er líka í Grænlands-
annálum, og hefur Ólafur Halldórsson látið prenta þennan vísuhelming
15 AM. 283, fol. 159r. AM. 284, fol. 18r.