Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 108
104
GRIPLA
Frásögnin af höfðingjunum sem horfa á skip Ólafs Tryggvasonar sigla
framhjá gegnir listrænu hlutverki í sögunni: hún er undirbúningur að
frásögn af falli hetjunnar, í fyrsta lagi ætluð til að gefa þeim sem sög-
unnar njóta hugmynd um hversu Ormurinn langi bar langt af öðrum
skipum og hve mikill sá höfðingi var, sem honum stýrði, en í öðru lagi
er dregið um stund að segja frá mesta atburði sögunnar, falli Ólafs
konungs Tryggvasonar.7 Sjálf frásögnin er furðulík lýsingu í Gesta
Karoli Magni eftir Notker hinn stama (Monachus Sangallensis) á því er
Karlamagnús kom til Pavía og Desideríus konungur Langbarða o.g
Otker sáu úr háum turni hvar lið hans nálgaðist.8
Þegar þetta minni var fellt inn í lýsingu á Svöldrarbardaga er augljóst
að það hefur krafist ákveðins sviðs: það þurfti hentugan stað til að koma
Ólafi Svíakonungi, Sveini Danakonungi og Eiríki jarli fyrir, þaðan sem
þeir gætu séð skip Ólafs Tryggvasonar sigla hjá, stað sem svaraði til
turnsins í frásögn Notkers. Þar sem orrustan var á sjó þurfti ey eða
hólma í söguna til þess arna, og þess vegna hefur Svöldur verið gerð að
ey. Þar sem Theodoricus nefnir ‘insulam, quæ dicitur Svoln’ er augljóst
að hann hefur farið eftir heimild, munnlegri eða skriflegri, þar sem eyin
Svöldur hefur gegnt sama hlutverki og í sögu Odds munks, það er að
7 Slík dvöl á undan aðalatburði er algeng í sögum; oft er það frásögn af fyrir-
boðum, t. d. í Laxdælu á undan frásögn af vígi Kjartans, í Njálu á undan frásögn
af brennunni á Bergþórshvoli, draumur Olafs konungs helga fyrir bardagann á
Stiklarstöðum, frásagnir Sturlu Þórðarsonar í íslendingasögu af draumum og fyrir-
burðum fyrir Örlygsstaðabardaga, o. s. frv.
8 Sjá Mon. Germ. Hist., Scriptores II, bls. 759-60. Þessi kafli er þýddur og
endursagður á þýsku í Briider Grimm Dentsche Sagen, nr. 447. Að því er ég best
veit hefur Sophus Bugge fyrstur manna bent á þetta, sjá Norsk Sagaskrivning og
Sagafortœlling i Irland, Kristiania 1908, bls. 73-74. Sonur hans, Alexander Bugge,
sem trúlega hefur bent föður sínum á þetta atriði, vísar af hógværð sinni til þessa í
Aarb0ger for nordisk Oldkyndighed og Historie 1910, bls. 34, með svofelldum
orðum: ‘Dette er, som alt andre har paavist, et laan fra St.Gallermunkens skildring
.. .’, og hefur með þessu lítillæti gert fleirum en mér óleik, sjá t. d. Lauritz Weibull,
Kritiska undersökningar i Nordens historia omkring ar 1000, Lund 1911, bls. 138,
nmgr. 2: ‘Senast pápekat av Alexander Bugge ..Bjarni Aðalbjarnarson, ísl. forn-
rit XXVI, bls. cxxix-cxxx: ‘Bent hefir verið á fyrirmynd að lýsingu Odds á siglingu
flota Ólafs og tali höfðingjanna á hólminum ...’; Lars Lönnroth, Studier i Olaf
Tryggvasons saga, Samlaren 1963, bls. 85, nmgr. 8: ‘Se Alexander Bugge: Aar-
bffger 1910 s. 33-34.’ Einnig vísar Anne Holtsmark í grein Alexanders Bugge í inn-
gangi að ljósprenti af AM 310 4to í Corpus Codicum Norvegicorum Medii Aevi
Quarto serie vol. V, bls. 19.