Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 134
130
GRIPLA
eð látur eru aðeins á þurru landi, klöppum við sjó eða fjörum fyrir ofan
sjávarmál. Hér á eftir verður getið fleiri vandræðalegra skýringa í orða-
bókum.
En nú vill svo til að íslendingar hafa að fornu, þá er nafnið Hvallátur
varð til, þekkt vel ‘hvali’ sem einatt skreiðast á land, fæða þar afkvæmi
sín og liggja löngum og dorma. Þennan ‘hval’ kölluðu þeir rosmhval
(einnig rostung). Hið forna nafn á Reykjanesskaga norðanverðum ber
því órækt vitni: Rosmhvalanes. Óhætt mun að gera ráð fyrir að þá hafi
verið meira um rostunga hér en á síðari tímum, og ýmis önnur örnefni
með Hval- eða Hvals- að fyrra lið kunna í öndverðu að hafa verið
kennd við rosmhvali, þó að fleiri kunni að eiga upptök sín í hvalrekum.
Ekki þyrfti þó svo að vera að þau örnefni hafi öll upphaflega haft ‘rosm-
hvala’-, ‘rosmhval’- eða ‘rosmhvals’- að fyrra lið. Sum kunna að hafa
haft slíkan fyrra lið og ‘rosm’ fallið burt einhvern tíma síðar, en önnur
kunna að hafa haft forliðinn ‘hval’-, ‘hvals’ eða ‘hvala’-, þótt átt væri
við rosmhvali. En eftir að rostungar voru að mestu horfnir héðan mun
upphafleg merking þessara örnefna hafa gleymst, enda þótt íhugulir
menn hljóti jafnan að hafa furðað sig á tengslum hvala við látur. Víst
er að sumir menn hafa leitað skýringa án þess að koma rosmhvalur í
hug. Aður nefnd munnmæli á Breiðafirði bera vitni um það og söm mun
vera undirrót orðaskýringa í orðabókum. Samkvæmt miðasafni orða-
bókar Háskóla íslands eftir orðabók Jóns Ólafssonar úr Grunnavík
hefur Jón skýrt orðið látur á tveim stöðum: 1. ‘Lætur xx Scopuli in lit-
toribus, vel ante littora, ubi phocæ inprimis xx rarius balenæ (unde hval-
lætur) stationem habent. 2. Lætur. neutr. gen. vulgo plerumqve vocula
hæc in qvotidiana loqvela videtur significare magnos in litore Scopulos.
ingentes Scopuli in littoribus, vel ante littora, ubi phocæ imprimis (unde
Sel-lætur) recumbunt, rarius balenæ (unde Hval-lætur) stationem ha-
bent.’
A fyrra staðnum talar Jón um klappir í fjörum eða framanaf fjörum,
þar sem einkum selir, en sjaldnar hvalir, hafi aðsetur. Og á síðara staðn-
um segir hann að látur merki í almennu tali miklar klappir á fjöru (og)
mjög stórar klappir á fjörum eða framaf fjörum, þar sem einkum selir
(þar af Sellátur) hvílist, sjaldnar hvalir (þar af Hvallátur) hafi aðsetur.
Þessi hvallátra-skýring Jóns er fjarstæða engu síður en áður greind
skýring í orðabók Blöndals. Hún kæmi því aðeins til mála að átt væri
við rosmhvali, en til þess eru engar líkur.
Engu minni firra eru tvenns konar hvallátra-skýringar séra Björns