Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 287
KONUNGSBÓK EDDUKVÆÐA
283
gerð Brynhildarljóðaskýringa Björns á Skarðsá. Sérstaklega er athyglis-
vert handritið AM. 161, 8vo, en þar er þessi styttri gerð skýringa Björns
enn þá fáorðari en annars staðar. Nú kemur að því sem áður var sagt,
að athuga þurfi skýringar Björns á Brynhildarljóðum. Ekki er þó víst,
að sú rannsókn leiði í ljós, hvernig á þessari fáorðu gerð skýringanna
standi. Eins og áður er getið er í 161 upphaflegasta gerð heilu upp-
skriftanna á Sigurdrífumálum. Eru þar þá einnig þessar skýringar í upp-
haflegustu mynd? Er mögulegt, að einhver hafi skýrt Brynhildarljóð
fyrir Björn og hann hafi síðar notað þær skýringar? Hefur sá sami haft
Konungsbók og skrifað úr henni það sem hann sá, að var skylt Völs-
unga sögu? Ef svo hefur nú verið, er eðlilegt, að Björn auki ekki inn í
Brynhildarljóðaskýringar sínar efni úr Konungsbók? Vísurnar fyrr-
nefndu úr Hávamálum í Brynhildarljóðaskýringum og lögbókarskýring-
um Björns gætu bent til að hann hefði notað Konungsbók beint, en
uppskriftir af Hávamálum hefðu einnig getað verið gerðar óháð upp-
skrift Sigurdrífumála (sbr. s. 272). Sá möguleiki, sem Jón Helgason
nefnir í Eddadigte III, er mjög sennilegur, að kverið hafi tapast við að
vera tekið úr til að skrifa upp úr því skömmu áður en Brynjólfur eign-
aðist Konungsbók. En Jón segir einnig, að ekkert sé hægt að segja
hvenær Sigurdrífumál voru skrifuð upp. Það hefði getað verið á fyrstu
áratugum 17. aldar.
Nú er eðlilegt, að spurt sé, hvernig samræmast þessar getgátur um
hugsanleg bein eða óbein not Björns á Skarðsá á Konungsbók? Því er
til að svara, að ferill handritsins er gjörsamlega ókunnur. Engar heim-
ildir eru um það, hvaðan Brynjólfur fékk handritið árið 1643. Á
spássíu er nafnið Magnús Eiríksson. Jonna Louis-Jensen og Stefán
Karlsson hafa sýnt fram á, að hér er hönd Magnúsar Eiríkssonar lög-
réttumanns úr Kjalarnesþingi, sem bjó suður í Njarðvík.1 Faðir Magn-
úsar var Eiríkur Magnússon lögréttumaður í Djúpadal í Skagafirði,2 en
kona Magnúsar Eiríkssonar var Guðrún dóttir Jóns bónda Oddssonar
í Reykjavík. Guðrún var sammæðra hálfsystir Torfa Erlendssonar,
föður Þormóðar Torfasonar (1636-1719). Árni Magnússon hafði eftir
Þormóði, að í ungdæmi hans hefði Torfi, faðir Þormóðar, lesið Sæ-
1 Jonna Louis-Jensen og Stefán Karlsson. En marginal i Codex Regius af Den
ældre Edda. 80-82. (Opuscula. IV. Bibl. Arn. XXX. Kbh. 1970.) Magnús þessi var
faðir séra Eiríks í Vogsósum, hins kunna galdramanns.
2 Einar Bjarnason. Lögréttumannatal. 127-128.