Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 110
106
GRIPLA
heitir Prímsigð, en Harund liggur fyrir sunnan voginn, og þar inn
frá er Harundarfjörður.13
Samkvæmt Jómsvíkinga sögu var Hjörungavogur fyrir norðan Stað,
skammt fyrir innan eyna Höð sem nú heitir Hareidland. Norman F.
Blake gaf Jómsvíkinga sögu út í Nelson’s lcelandic Texts 1962 eftir
Perg. 4to nr. 7; hann segir í Appendix II um Hjörungavog:
Hjprungavágr, which actually faces N.E., is now called Livaag or
Liavaag. But the name can be seen in Hjöringnæs and Hjpringdal,
which are place names near the fjord. Possibly Livaag is a new
name as the fjord is called merely vaag or vaagen in early seven-
teenth-century tax accounts. . . . There is a small island in the fjord,
which lies nearer the southern than the northern bank. Just outside
the fjord there are two skerries, övrefluerne, but Storm reported
that there were originally three. The island Prímsignd must be the
modern Sul0, although the name is not found in any other source.
The description of Prímsignd does not harmonise with the topo-
graphy of Sul0, which has steep fells, a few small beaches and a few
small farms.14
Þessi athugun Norman Blakes leiðir í ljós að Norðmenn hafa ekki
varðveitt Hjörungavog öllu betur en sín gömlu handrit; þeir kalla vog-
inn núna Livág eða Liavág og hafa snúið honum, svo að nú horfir
mynnið í norðaustur í stað þess að í Jómsvíkinga sögu horfði það í
vestur. í stað Hjörunganna þriggja úti á voginum eru nú tvö sker fyrir
utan voginn, en ekkert sker lengur á miðjum voginum, svo að ekki hefði
sú góða hetja, Vagn Ákason, getað bjargað sér og mönnum sínum í
þetta sker, ef hann hefði barist á voginum eins og hann er núna, og hefði
þess vegna trúlega drukknað og Jómsvíkinga saga þar með orðið leiðin-
leg. Og hvað hafa Norðmenn gert við eyna sem hét þessu undarlega
nafni: Prímsigð? Nafnið er í sjálfu sér ekki ómögulegt. Prím var haft um
tungl á fyrsta kvartéli, og oft hefur tungli á fyrsta og síðasta kvartéli
verið líkt við sigð; ey sem hefur heitið Prímsigð ætti því að vera eins
og nýmáni í laginu, eins og Didrik Arup Seip hefur bent á,15 og er
13 Jómsvíkinga saga efter arnamagnæanska handskriften N:o 291. 4:to, utg. af
Carl af Petersens. K0benhavn 1882. Bls. 108.5-14. Jóms\’íkinga saga, Ólafur Hall-
dórsson bjó til prentunar, Reykjavík 1969, bls. 176-77.
14 Bls. 49-50.