Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 209
HVÖNNIN í ÓLAFS SÖGUM TRYGGVASONAR
205
lands þessa, en eignaðisk allt at skyldum ok skQttum, en þú þorir
eigi at fara í gpgnum Danaveldi fyrir Sveini konungi, bróður mín-
um.’ Óláfr konungr hljóp upp við, er hon mælti þetta, ok mælti
hátt ok svarði við: ‘Aldri skal ek hræddr fara fyrir Sveini kon-
ungi, bróður þínum, ok ef okkrir fundir verða, þá skal hann fyrir
láta’ (s. r., s. st.).
Orð Þyri í sögu Odds eru reiðilaus, kurteisleg og drottningu sam-
boðin. Hjá Snorra reiðast bæði. Þyri um leið og hann réttir henni njól-
ann sem hún vill ekki þiggja og það er mikilsvert frávik frá lýsingu
Odds, en Ólafur hleypur upp við frýjunarorð hennar. Það er að vísu
algengt minni að karlar reiðist eggjan kvenna, en hún ein getur naum-
ast skýrt fyrir nútímalesanda þá heift sem skyndilega blossar upp milli
kóngs og drottningar í frásögn Heimskringlu. Þar liggur eitthvað falið
að baki. I þessum tveimur frásögnum er það hvönnin. Hún hlýtur að
vera lykillinn að skilningi á atburðinum; báðir höfundar hafa gert ráð
fyrir þekkingu eða venjum sem skýrt hafa viðbrögð persónanna fyrir
áheyrendum þeirra tíma. Skal ég nú reyna að lýsa þeim atriðum í forn-
um átrúnaði og mataræði sem varpað geta ljósi á þessi sagnaminni
Odds og Snorra.5
2.
Ætihvönn (angelica archangelica) var höfð til manneldis á miðöldum,
a. m. k. á Norðurlöndum og lögðu menn sér til munns njólann, blöðin
og rótina.6 * 8 Um hvannagarða er getið í Jónsbók og gæti það bent til þess
5 Frásögn Óláfs sögu Tryggvasonar ennar mestu er nær samhljóða sögn
Snorra, en þar er þó það mikilsverða frávik að atburðurinn verður á pálmasunnu-
dag eins og hjá Oddi Snorrasyni, sjá Oláfs spgu Tryggvasonar ena mestu udg. ÓI-
afur Halldórsson II, (Kþbenhavn 1961), 199.
8 I sumum grasafræðum er ætihvönn nefnd archangelica officinialis. Stefán
Stefánsson telur hana vera algenga jurt víða um land, sjá Flóru íslands (Akureyri
1948), 251. Sjá einnig 12. nmgr. hér á eftir. í fornum heimildum er sennilega ekki
greint milli tegunda; orðið hvönn getur átt bæði við geit- og ætihvönn, en hina
síðarnefndu greindu menn áður í tvær deilitegundir angelica norvegica sem í Nor-
egi nefnist ‘fjellkvann’ og angelica litoralis sem nefna mætti bjarghvönn, þar sem
hana er einkum að finna í fuglabjörgum og klettum við sjó, sbr. Áskell Löve,
íslenzkar jurtir (Kaupmannahöfn 1945), 211. Á norsku nefnist hún ‘strandkvann’.
Fjallhvönn þekkist úr fornu máli, sjá ‘Gátur Gestumblinda’ í Heiðreks sögu udg.
Jón Helgason (Kþbenhavn 1924), 65, 70. Sjá bls. 212. Orðin englajurt og engla-
rót eru að líkindum þýðingarlán, fengin úr dönskum eða þýskum grasalækninga-