Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 115
MOSTUR OG SÆLA
111
varðveitt í Herzog August bókasafni í Wolfenbiittcl og skrifað um miðja
14. öld, segir um Álf litla í Þambárdal að hann var ‘hinn mesti mostu-
maður að mat’.33 Af þessum dæmum ætti merking orðsins að vera ljós.
Og þá er að víkja aftur að Sælu, sem Theodoricus monachus segir að
merki felicitas á latínu. Latneska orðið felicitas hefur samkvæmt A Latin
Dictonary by Charlton T. Lewis and Charles Short merkinguna fruitful-
nes, fertility (frjósemi, gróðursæld), eða í öðru lagi: happiness, felicity
(hamingja, sæla). Nafnorðið sœla var í norrænu haft um gnægð þeirra
gæða sem maðurinn girntist, bæði veraldlegra og andlegra; mostur virð-
ist fremur hafa verið haft um veraldleg gæði. En af líkri merkingu orð-
anna mostur og sœla, svo og af því að eyin Mostur er til, en Sæla ekki,
dreg ég þá ályktun að sú sögn sé eldri, að annar hvor þeirra konung-
anna, Ólafur Tryggvason eða Ólafur helgi, hafi fyrst stigið á land í
Mostur, heldur en hin sögnin, þar sem eyjarnafnið Sæla kemur fyrir.
Nafnið Mostur ímynda ég mér að hafi verið þýtt á latínu, væntanlega
felicitas, en það orð síðan aftur þýtt á norrænu, og að þar sé að leita
uppruna eyjarnafnsins Sæla. Eynni Sælu hafi svo verið fundinn staður
nálægt Staði í Noregi, vegna þess að þar komu þeir gjarna fyrst að landi
í Noregi sem sigldu vestan um haf. Orðaleikurinn í sögninni af land-
göngu Ólafs helga í Sælu hefur trúlega getað gengið, enda þótt eyja-
nafnið hafi verið Mostur, en miklu betri hefur hann verið þegar búið
var að þýða nafnið með latneska orðinu felicitas. Það er því líklegt, ef
mín hugmynd er rétt, að þessi sögn hafi fyrst verið skráð á latínu, en
hafi stuðst við munnlega heimild um að konungurinn hafi fyrst stigið á
land í eynni Mostur. En ég gef öldungis frá mér að giska á um hvorn
þeirra nafnanna, Ólaf Tryggvason eða Ólaf helga, þessi saga hafi fyrst
verið skráð. Þó er augljóst, að frásögnin af því, að Ólafur helgi hrasaði
þegar hann steig fyrst á land í Noregi, er miklum mun skyldari samkynja
frásögnum í öðrum ritum en sagnatilbrigðið af Ólafi Tryggvasyni hjá
Oddi munki og í Flateyjarbók. Minnið um konung eða hershöfðingja
sem hrasar þegar hann stígur fyrst fótum á land það sem hann ætlar að
leggja undir sig er alþekkt. Svipuð frásögn hefur verið skráð bæði af
Scipio og Cæsar þegar þeir stigu á land í Afríku og um Vilhjálm bastarð
þegar hann steig á land í Englandi fyrir orrustuna við Hastings; frá því
atviki segir William af Malmesbury í Gesta Regum Anglorum á þessa
leið:
33 The Saga Manuscript 9.10.Aug. 4io, Edited by Jón Helgason, Manuscripta
Islandica III, Copenhagen 1956. Sjá f. 20v34-35.