Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 307
SAMTÍNINGUR
303
Þetta er úr Jóns sögu postula, en í útgáfu Ungers (Postola sögur
(1874), bls. 457) er “ressa” mislesið “reisa”, og þannig er hluti af þess-
um texta tekinn upp í orðabók Fritzners sem dæmi um ‘reisa upp’ í
merkingunni ‘restaurere’.
í útgáfu Finns Jónssonar ( AM 623, 4° (1927), bls. 12) er réttilega
prentað “ressa”, en í inngangi (bls. vi) taldi Finnur að “ressa” kynni
að vera villa fyrir ‘reisa’, enda væru ekki önnur dæmi þess í handritinu
að ritað væri ‘r’- fyrir ‘hr’-. Þar að auki er ‘reisa upp’ notað fáum línum
neðar í textanum, og við sömu sögn — eða a. m. k. sömu merkingu —
mætti búast á báðum stöðum.
Auk framantaldra dæma fornmálsorðabóka um ‘hressa’ í sambandi
við mannvirki er eitt í seðlasafni orðabókar Árnanefndar (AMKO) úr
Trójumanna sögu (útg. Jonna Louis-Jensen (EA A8, 1963), bls. 105-
106):
. . . ad grid være sett íij vetr ad þeir græfi dauþa Menn en græddi
þæ er sarir voro hresti herbvdir sínar oc vigi oc byggi vapn sín . . .
Þetta er orðalag S-texta Trójumanna sögu, og í O-texta sögunnar
(ofar á bls. 106) er so. ‘hressa’ einnig haft með ‘herbúðir’ og ‘vígi’ sem
andlög, og sama máli gegnir um a-gerð Trójumanna sögu (útg. Jonna
Louis-Jensen (EA A9, 1981), bls. 37); ‘hressti herbúðir sínar og vígi’
svarar til ‘moenia renovant’ í hliðstæðum latneskum texta (Daretis
Phrygii de Exidio Troiae Historia, útg. F. Meister (1873), bls. 28).
Því til styrktar að ‘hressa upp’ hafi verið til þegar í miðaldamáli má
nefna eina dæmi AMKO um no. ‘upphressing’ úr bréfi 1430:
En ver uilium ath hon edr hennar vmbodzmann ædr viner luki til
heilagrar hola kirkiu uppressingar xv merkr . . . (DI IV, nr. 445).
Hér er reyndar ekki alls kostar ljóst hvort átt er við kirkjubygginguna
eða kirkjuna sem stofnun, en hins vegar bendir stafsetning eindregið til
þess að um sé að ræða ‘upphressingu’ fremur en ‘uppreisingu’, sem
getur haft svipaða merkingu, eins og síðar verður rakið. (Það skal tekið
fram að skrifari bréfsins (í bréfabók Jóns biskups Vilhjálmssonar), Jón
Egilsson, skrifar mjög norskuskotið mál (sbr. EA A7, bls. xliii og xlvii),
en annars er ‘r’- fyrir ‘hr’- mjög fátítt á 15. öld.
Orðabók Háskóla íslands (OH) hefur þó nokkur dæmi um ‘hressa’
með mismunandi forsetningum um viðgerð húsa eða annara bygginga.
í elstu dæmunum er forsetningin ‘að’, t. a. m. í máldaga frá 1553: