Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 198
194
GRIPLA
sem ekki geta stuðst við skrifaðar heimildir, geti vart verið yngri en frá
15., og jafnvel fremur 14. öld.3 En ég viðurkenni að ein sér hafa þau
naumast sönnunargildi um tilvist kvæðagreinarinnar á þeim tíma, enda
kemur sú afstaða fram á ýmsum stöðum í riti mínu.
Nokkrir fræðimenn — ég nefni S. Savicki, Ernst Frandsen, Karl-
Ivar Hildeman og Bengt R. Jonsson, hafa haldið því fram að í svo-
nefndum Eufemiukvæðum, riddarakvæðum frá upphafi 14. aldar, sé að
finna greinileg áhrif frá stíl fornkvæða. Eins og fram kemur í bók minni
á bls. 83-84 get ég ekki samþykkt sönnunargildi þessarar kenningar
fyrirvaralaust, en tel þó að sennilegasta skýringin á fyrirbærinu sé sú
sem fyrrgreindir fræðimenn halda fram.
Meginið af þeirri gagnrýni, sem 2. andmælandi færir fram gegn þeim
hluta bókar minnar, sem hann fjallar um, beinist að því að ég geri hvað
eftir annað ráð fyrir að fornkvæði hafi getað borist til íslands frá
Noregi fyrir siðaskipti, en til að geta það verð ég að gera ráð fyrir að
slík kvæði hafi verið til í Noregi á 15. öld. Þetta þykir honum gróf
‘antedatering’ með því að norsk fornkvæði séu yfirleitt ekki skráð fyrr
en eftir 1840, og þar af leiðandi ekki til fyrr samkvæmt skilningi hans.
Um þetta tekur hann mjög afdráttarlaust til orða:
. .. norske forskere npdes til at antedatere deres viser med 6/700
ár; hertil kommer sá, at man desuden má gá udfra, at disse 20 gene-
rationer pá en mystisk máde má have sluttet en overenskomst om
aldrig nogen sinde at nedskrive sá meget som en linie af en evt.
norsk folkevise fpr Henrik Ibsens fpdsel! Og det har de sandelig
holdt, mens de pvrige nordboere ikke har kunnet dy sig og er gáet
i gang meget tidligere. (Bls. 169)
Það er vissulega lofsvert, þegar andmælendur eru gamansamir, en gam-
ansemin gengur nokkuð langt þegar staðreyndum er hagrætt í þágu
hennar. í nýútkomnu bindi af útgáfu norskra fornkvæða (Norske
mellomalderballadar, I) er listi sem hefur yfirskriftina “Balladar i
Noreg i tida f0r midten av 1800-talet.” Þar eru talin upp 32 kvæði sem
annaðhvort er vitað um eða hafa fundist í Noregi fyrir fæðingu Henriks
3 Sbr. td. Karl-Ivar Hildeman: Politiska visor frán Sveriges senmedeltid og
Svale Solheim í Norveg 16 (1973), bls. 96-115. Auk þessara rannsókna, sem ég tel
mjög trúverðugar, hefur geysimikið verið skrifað um fornkvæði sem með einhverj-
um hætti tengjast ríkissögu, og þótt í þeim skrifum sé mikið um gálauslegar álykt-
anir og staðleysur, hygg ég að ýmislegt standi eftir sem erfitt er að hrekja.