Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 308
304
GRIPLA
hafdi (hann) hrest at kirk[i]une til xv aura (DI XII, nr. 363).
I yngri dæmum OH eru orðasamböndin ‘hressa við’ (og no. ‘við-
hressing’, ‘hressa upp’ (eða ‘upphressa’) og ‘hressa upp á’, sbr. einnig
orðabók Sigfúsar Blöndal.
Næst því orðalagi sem hér er einkum til umræðu fer dæmi OH úr
máldagabók Brynjólfs biskups Sveinssonar frá 1655:
kyrkian miog ageingilig þo fyrer 6 arum hafi vpphrest verit (Bps.
AII, 10, bl. 31v).
Án forsetningar hefur Guðmundur Andrésson
Hresse/ hreste/ Restauro, reficio (Lexicon lslandicum (1683), bls.
122).
Auk dæmisins úr Jóns sögu postula um ‘reisa upp’, sem getið var hér
að framan, hefur Fritzner aðeins eitt dæmi um ‘reisa upp (hús)’, en það
er úr Ólafs sögu helga eftir Snorra:
Ólafr — lét þar þegar búast um í þeim húsum, er uppi stóðu, en
reisa upp þau, es áðr vóru fallin.
Enginn vafi leikur á því, að hér hefur staðið ‘reisa upp’ frá öndverðu
(sbr. útgáfu Jóns Helgasonar á Ólafs sögu sérstöku (1941), bls. 86, og
Heimskringluútgáfu Finns Jónssonar (1893-1901) II, bls. 61).
AMKO hefur mörg fleiri dæmi um ‘reisa upp’ notað um mannvirkja-
gerð, og í sumum tilvikum er um nýsmíðar að ræða eins og á eftirfar-
andi stöðum:
þa let hann vpp reisa agætliga spitala þar er aldyðv vegr var
(Blasius saga, Arnamagnœanische Fragmente, útg. G. Morgenstern
(1893), bls. 31).
Medr þessu godzi .. . uar um havstid ok uetrinn mikit uppreist af
kirkiu heilagrar guds modr Marie (Maríu saga, útg. Unger (1871),
bls. 643; á seðli AMKO er tilfærð latneska hliðstæðan: ecclesia
. . . constructa est).
. . . hvert þat smidi, sem af litt hogum manni er uppreist, þolir eigi
at eins ofagrt lyti smidarinnar, helldr iafnvel lastaudgan skada nidr-
fallz ok hrapanar (Nikulás saga Bergs Sokkasonar, HMS II, bls.
50).